Handknattleiksmaðurinn Arnór Viðarsson er genginn til liðs við þýska félagið Bergischer að láni frá danska félaginu Fredericia.
Arnór, sem er 22 ára, hefur ekki verið inni í myndinni hjá Guðmundi Þ. Guðmundssyni þjálfara Fredericia að undanförnu og er nú kominn til annars Íslendingaliðs.
Nafni hans Arnór Þór Gunnarsson er þjálfari Bergischer og þar leikur auk þess Tjörvi Týr Gíslason.
Lánssamningur Arnórs við Bergischer gildir út yfirstandandi tímabil. Bergischer er á toppi þýsku B-deildarinnar eftir að liðið féll úr efstu deild á síðasta tímabili.