Stórskyttan ekki með á HM

Nikola Bilyk er lykilmaður Austurríkis.
Nikola Bilyk er lykilmaður Austurríkis. AFP/Ina Fassbender

Nikola Bilyk, stærsta stjarna austurríska landsliðsins í handknattleik, verður ekki með liðinu á HM 2025 vegna meiðsla.

Í dag var 18 manna leikmannahópur Austurríkis tilkynntur fyrir mótið sem fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi og hefst um miðjan næsta mánuð.

Stórskyttan Bilyk, sem leikur með Kiel í Þýskalandi, er að glíma við meiðsli á læri og er því ekki í hópnum.

Líkt og í tilfelli Ómars Inga Magnússonar, sem er ekki í íslenska hópnum vegna meiðsla, er möguleiki á því að Bilyk komi inn í hópinn síðar á heimsmeistaramótinu gangi bataferlið vel fyrir sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert