Úrskurðurinn stendur – Haukar dæmdir úr leik

Kári Kristján Kristjánsson sækir að Hafnfirðingum.
Kári Kristján Kristjánsson sækir að Hafnfirðingum. mbl.is/Hákon Pálsson

ÍBV er komið áfram í 8-liða úrslit bikarkeppni karla í handbolta eftir að Áfrýjunardómstóll HSÍ staðfesti úrskurð dómstóls HSÍ í máli ÍBV gegn Haukum.

Það er Vísir.is sem greinir frá þessu en Haukar höfðu betur gegn ÍBV í 16-liða úrslitum keppninnar á Ásvöllum, 37:29, þann 17. október.

Eyjamenn kærðu framkvæmd leiksins til HSÍ og fóru fram á það að þeim yrði dæmdur 10:0-sigur í einvíginu. Hafnfirðingar breyttu leikskýrslu leiksins eftir að fresturinn til þess að gera breytingar á henni var runninn út. 

ÍBV mætir því FH í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar en leiktími fyrir leikinn hefur ekki verið ákveðinn. Hann átti upphaflega að fara fram þann 18. desember en var frestað vegna kærumálsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert