ÍBV er komið áfram í 8-liða úrslit bikarkeppni karla í handbolta eftir að Áfrýjunardómstóll HSÍ staðfesti úrskurð dómstóls HSÍ í máli ÍBV gegn Haukum.
Það er Vísir.is sem greinir frá þessu en Haukar höfðu betur gegn ÍBV í 16-liða úrslitum keppninnar á Ásvöllum, 37:29, þann 17. október.
Eyjamenn kærðu framkvæmd leiksins til HSÍ og fóru fram á það að þeim yrði dæmdur 10:0-sigur í einvíginu. Hafnfirðingar breyttu leikskýrslu leiksins eftir að fresturinn til þess að gera breytingar á henni var runninn út.
ÍBV mætir því FH í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar en leiktími fyrir leikinn hefur ekki verið ákveðinn. Hann átti upphaflega að fara fram þann 18. desember en var frestað vegna kærumálsins.