Íslendingaliðið Blomberg-Lippe vann 14 marka sigur, 34:20, gegn Buxtehude í þýsku 1. deildinni í handbolta í dag.
Blomberg-Lippe er í þriðja sæti deildarinnar með ellefu stig eftir átta leiki og Buxtehude er með tvö í ellefta sæti.
Andrea Jacobsen skoraði fjögur mörk og gaf eina stoðsendingu og Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði tvö og gaf eina stoðsendingu í sigrinum.