Handknattleiksmaðurinn Ísak Logi Einarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Stjörnuna. Ísak Logi er 21 árs leikstjórnandi og skytta.
Í tilkynningu frá handknattleiksdeild Stjörnunnar kemur ekki fram til hve margra ára nýi samningurinn er.
Hann lék með Stjörnunni í yngri flokkum, skipti til Vals á táningsárum og gekk svo aftur til liðs við Garðbæinga sumarið 2023.
„Ísak Logi er gríðarlega efnilegur leikmaður sem hefur tekið miklum framförum í vetur. Við bindum miklar vonir við Ísak sem hefur gripið tækifærið í vetur og er orðinn einn af okkar lykilmönnum.
Við erum gríðarlega ánægðir með að hann hafi framlengt samninginn sinn við okkur í Stjörnunni,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá handknattleiksdeild Stjörnunnar.