Valinn bestur í úrslitaleiknum

Sigvaldi Björn Guðjónsson kátur í leikslok.
Sigvaldi Björn Guðjónsson kátur í leikslok. Ljósmynd/Kolstad

Landsliðsmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson var valinn maður leiksins eftir að hann og liðsfélagar hans í Kolstad urðu norskir bikarmeistarar í handbolta með sigri á Elverum, 28:27.

Sigvaldi var markahæstur í liði Kolstad með sjö mörk úr sjö skotum. Hann jafnaði í 27:27 þegar skammt var eftir, áður en Sander Sagosen skoraði sigurmarkið.

Hornamaðurinn og Kolstad hafa orðið bikarmeistarar þrjú ár í röð. Sveinn Jóhannsson leikur einnig með Kolstad, sem og bræðurnir Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert