Ökklabrotnaði og tímabilinu lokið

Ingvar Dagur Gunnarsson í leik með FH.
Ingvar Dagur Gunnarsson í leik með FH. mbl.is/Anton Brink

Ingvar Dagur Gunnarsson, vinstri skytta Íslandsmeistara FH í handknattleik, varð fyrir því óláni að ökklabrotna á æfingu með íslenska U19-ára landsliðinu fyrir jól. Þar með er tímabili hans lokið.

„Ég fór í aðgerð í gær sem gekk mjög vel. Ég verð úr leik í fimm mánuði. Þar af leiðandi er tímabilinu lokið. Ég tek stefnuna á að vera kominn aftur á völlinn í sumar og ná HM 19 ára landsliða í ágúst,“ sagði Ingvar Dagur í samtali við Handbolta.is í gær.

Hann er aðeins 18 ára gamall en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið alla fjórtán leiki FH á yfirstandandi tímabili. Ingvar Dagur sagði brot hafa komið báðum megin við ökklakúluna og að liðbönd hafi slitnað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert