„Auðvitað hækkar maður eitthvað í launum“

Breytingar Viggó Kristjánsson er búinn að skrifa undir hjá Erlangen …
Breytingar Viggó Kristjánsson er búinn að skrifa undir hjá Erlangen og horfir spenntur til HM 2025 í janúar. Ljósmynd/Erlangen

„Þetta bar þannig til að Erlangen hafði samband við Leipzig í byrjun desember og vildi fá mig. Þá fara einhverjar viðræður af stað milli liðanna og Erlangen kemur með mjög gott tilboð til Leipzig, sem Leipzig síðan á endanum samþykkir,“ sagði Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik í samtali við Morgunblaðið.

Örvhenta skyttan skipti núna um áramótin frá Leipzig til Erlangen, en bæði lið leika í þýsku 1. deildinni. Þar eru þau í ólíkri stöðu; Leipzig er í 12. sæti með 14 stig en Erlangen er í 17. sæti, fallsæti, með aðeins fimm.

„Þá var það í mínum höndum hvað ég vildi gera og ég fer að tala við Erlangen. Þá fannst mér það spennandi og ákvað að slá til. Það skipti líka máli að Leipzig er búið að vera í smá fjárhagsörðugleikum, kannski ekki vandræðum en smá örðugleikum, síðustu mánuði þannig að þeir voru sennilega ánægðir að fá góða summu fyrir mig. Því skiljum við alveg í góðu,“ hélt Viggó áfram. 

Hækkar í launum

Spurður hvort hann hækki í launum hjá Erlangen sagði Viggó:

„Já, auðvitað hækkar maður eitthvað í launum. Auðvitað er maður ekki að fara út í eitthvað svona nema það passi allt, það verður að gera það. Maður er ekki að flytja og rífa fjölskylduna upp frá rótum nema það sé þess virði. Það segir sig sjálft.

Auðvitað hækkar maður eitthvað í launum og það spilar auðvitað inn í. Þetta hjálpar til en ég var ekki á neitt lélegum samningi í Leipzig. Þetta hafði ekkert stærstu áhrifin.“

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka