Góður liðsauki til Íslendingaliðsins

Andreas Palicka hefur lengi verið einn besti markvörður heims.
Andreas Palicka hefur lengi verið einn besti markvörður heims. AFP

Svíinn Andreas Palicka, einn besti handboltamarkvörður heims um árabil, gengur til liðs við norsku meistarana Kolstad í sumar.

Þar verða fjórir Íslendingar samherjar hans, þeir Sigvaldi Björn Guðjónsson, Sveinn Jóhannsson, Arnór Snær Óskarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson.

Palicka, sem er 38 ára gamall, kveður París SG í Frakklandi að tímabilinu loknu og hefur skrifað undir tveggja ára samning við Kolstad.

Hann er á leiðina á heimsmeistaramótið með Svíum sem mæta Japan í fyrsta leik sínum í Ósló 16. janúar.

Palicka lýkur sínu þriðja tímabili með París SG í vor en hann hefur lengst af leikið í Þýskalandi, í sjö ár með Kiel og fimm ár með Rhein-Neckar Löwen. Inn á milli varði hann mark Aalborg í Danmörku og Redbergslid í Svíþjóð. 

Hann var í Evrópumeistaraliði Svía árið 2022, hefur unnið fjórum sinnum til verðlauna með liðinu á stórmótum, og valinn besti leikmaður heimsmeistaramótsins 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka