Landsliðskonan öflug í tapi

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir eftir leik Íslands gegn Þýskalandi á EM …
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir eftir leik Íslands gegn Þýskalandi á EM 2024 í desember. Ljósmynd/Jon Forberg

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, landsliðskona í handknattleik, lét vel að sér kveða þegar lið hennar Kristianstad mátti sætta sig við tap á heimavelli, 30:36, fyrir Hallby í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Kristianstad hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og er í tíunda sæti af tólf liðum með sex stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Jóhanna Margrét skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad í kvöld og var næstmarkahæst hjá liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert