Haukar unnu fyrsta leik ársins

Elín Klara Þorkelsdóttir sækir að marki Stjörnmunnar í dag.
Elín Klara Þorkelsdóttir sækir að marki Stjörnmunnar í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

Haukar sigruðu Stjörnuna, 32:29, í Garðabæ í fyrsta leiknum í úrvalsdeild kvenna í handbolta á árinu.

Haukar eru í þriðja sæti með 14 stig, jafnmörg og Fram sem er í öðru sæti, en Stjarnan er í sjötta sæti með sex stig eftir tíu umferðir.

Stjarnan byrjaði leikinn betur og var fjórum mörkum, 10:6, yfir þegar 15 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Eftir það minnkuðu Haukar muninn og jöfnuðu í 12:12 þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og voru tveimur mörkum yfir, 15:13, í hálfleik.

Haukar byrjuðu seinni hálfleik vel og komust sex mörkum yfir, 20:14, eftir fimm mínútur. Stjarnan átti sterkan kafla undir lok leiks og minnkaði muninn í tvö mörk en Haukar héldu út.

Eva Björk Davíðsdóttir var markahæst fyrir Stjörnuna með níu mörk og Tinna Sigurrós Traustadóttir skoraði sjö.

Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir varði 14 skot, 30% markvarsla.

 Elín Klara Þorkelsdóttir var langmarkahæst fyrir Hauka með tíu mörk en þar á eftir voru Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Rut Jónsdóttir með fjögur.

Margrét Einarsdóttir varði sjö skot, 32% markvarsla, og Elísa Helga Sigurðardóttir fimm, 26% markvarsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert