Þórir Hergeirsson var kjörinn þjálfari ársins í annað sinn í Noregi í gærkvöldi.
Á sama tíma var hann kjörinn þjálfari ársins í þriðja sinn á Íslandi en hann varð ólympíu- og Evrópumeistari með norska kvennalandsliðið í handknattleik á árinu.
Þá var Evrópumótið hans síðasta með norska liðið eftir 15 ár.
Þórir tók við viðurkenningunni á hátíð norska íþróttasambandsins í Þrándheimi í gær.