Slóvenía og Katar mættust í dag í því sem átti að heita vináttuleikur karla í handbolta í Slóveníu en Slóvenía er með Íslandi í riðli á HM sem hefst í næstu viku.
Varð allt vitlaust átta mínútum fyrir leikslok þegar Katarbúinn Frankis Marzo tók upp á því að sparka til leikmanna Slóveníu.
Eins og gefur að skilja voru leikmenn Slóveníu allt annað en sáttir, veittust að Marzo og úr urðu átök á milli beggja liða.
Að lokum fékk Marzo rautt spjald. Atvikið gerðist í stöðunni 31:27 og vann Slóvenía öruggan sigur, 38:30.
Atvikið má sjá hér fyrir neðan.
Here we go😳🤯
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 7, 2025
It’s just escalated in the friendly between Slovenia and Qatar. Blue card for Frankis Marzo.
📹: RTV Slovenija #handball pic.twitter.com/70UvNcVicF