Knattspyrnumaðurinn Óskar Tor Sverrisson hefur skipt úr Varberg og í Ariana en bæði lið leika í Svíþjóð.
Óskar var í þrjú tímabil hjá Varberg, fyrstu tvö í efstu deild og það þriðja í B-deildinni. Þar á undan var hann í þrjú ár í aukahlutverki hjá Häcken í úrvalsdeildinni.
Ariana leikur í C-deild Svíþjóðar og fer bakvörðurinn, sem er 32 ára, því niður um deild.
Óskar lék sinn eina landsleik fyrir Ísland gegn El Salvador í janúar 2020 en hann á íslenskan föður. Leikmaðurinn er þó uppalinn í Svíþjóð.