Haukar fóru upp að hlið Fram í öðru sæti úrvalsdeildar kvenna í handbolta með útisigri á botnliði Gróttu í kvöld, 34:26.
Bæði lið eru nú með 16 stig, sex stigum á eftir toppliði Vals. Grótta er með fjögur stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.
Haukar voru með 16:13-forskot í hálfleik. Gestirnir voru mun sterkari á lokakaflanum, bættu í forskotið og unnu að lokum öruggan sigur.
Mörk Gróttu: Karlotta Óskarsdóttir 8, Ída Margrét Stefánsdóttir 8, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Lilja Hrund Stefánsdóttir 2, Katrín S Thorsteinsson 2, Rut Bernódusdóttir 1, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 1, Edda Steingrímsdóttir 1.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 5, Anna Karólína Ingadóttir 5.
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 10, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 6, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 5, Alexandra Líf Arnarsdóttir 5, Rut Jónsdóttir 3, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 8, Sara Sif Helgadóttir 5, Elísa Helga Sigurðardóttir 3.