ÍR tryggði sér sæti í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta með útisigri á Aftureldingu, 21:19, í Mosfellsbænum í kvöld. Afturelding er í þriðja sæti í 1. deild og ÍR í 6. sæti í úrvalsdeild.
Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var Afturelding marki yfir eftir hann, 11:10.
ÍR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn á að komast í 13:11 og munaði fjórum mörkum þegar seinni hálfleikur var hálfnaður, 17:13.
Afturelding beit frá sér í lokin en gestirnir úr ÍR héldu út og fögnuðu sæti í átta liða úrslitunum.
Mörk Aftureldingar: Susan Ines Gamboa 8, Katrín Helga Davíðsdóttir 3, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 3, Hulda Dagsdóttir 2, Úlfhildur Tinna Lárusdóttir 1, Ragnhildur Hjartardóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 10, Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 7.
Mörk ÍR: Katrín Tinna Jensdóttir 4, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 3, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 3, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 3, Sara Dögg Hjaltadóttir 3, Hanna Karen Ólafsdóttir 3, Vaka Líf Kristinsdóttir 1, Anna María Aðalsteinsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 9, Ingunn María Brynjarsdóttir 5.