Handknattleiksmarkvörðurinn Andrea Gunnlaugsdóttir er komin til Gróttu frá Fram að láni út tímabilið.
Andrea, sem verður 23 ára á árinu, er uppalin hjá ÍBV en hefur verið hjá Fram undanfarin tvö tímabil.
Hún mun veita Önnu Karólínu Ingadóttur samkeppni seinni hluta tímabilsins. Andrea lék níu leiki með Fram í úrvalsdeildinni fyrir áramót og var með um 30 prósenta markvörslu.
Grótta er í botnsæti úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir tíu leiki, en liðið kom upp úr 1. deildinni á síðustu leiktíð.