Þór og KA syrgja saman

Jan Larsen lést í gærmorgun.
Jan Larsen lést í gærmorgun. Ljósmynd/KA

Danski handknattleiksþjálfarinn Jan Larsen er látinn, 68 ára að aldri. Hann lést í heimalandinu í gærmorgun eftir erfið veikindi.

Akureyri.net greindi frá andláti Larsens í dag en hann þjálfaði bæði karlalið KA og karlaliðs Þórs og var því vel tengdur á Akureyri. Eftirfarandi upplýsingar um tíma Larsens á Akureyri fengust á Akureyri.net.

Larsen lætur eftir sig eiginkonuna Maríu Egilsdóttur, sem er fædd á Akureyri, og þrjú börn.

Larsen var aðeins 25 ára þegar hann flutti til Akureyrar og tók við KA. Hann þjálfaði liðið í eitt tímabil, frá 1982 til 1983, og kom liðinu upp í efstu deild.

Sjö árum síðar, árið 1990, tók Larsen við þjálfun Þórs og sinnti þjálfun liðsins meðfram dönskukennslu við Glerárskóla þar til hann flutti aftur til Danmerkur árið 1995.

Larsen greindist með ólæknandi krabbamein árið 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert