Díana Dögg öflug í sigri í Evrópudeildinni

Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði fjögur.
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði fjögur. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir og stöllur í Blomberg-Lippe höfðu betur gegn franska liðinu Dijon, 35:30, í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeild kvenna í handbolta í dag.

Blomberg-Lippe er á toppi C-riðilsins en Dijon er á botninum. Zaglebie Lubin frá Póllandi er í öðru sæti eftir 31:29-sigur gegn Mosonmagyaróvári frá Ungverjalandi sem er í þriðja sæti riðilsins.

Díana Dögg skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar fyrir Blomberg-Lippe.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert