Dýrmætur sigur Stjörnunnar í Eyjum

Tinna Sigurrós Traustadóttir skýtur að marki Eyjakvenna.
Tinna Sigurrós Traustadóttir skýtur að marki Eyjakvenna. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Stjarnan vann nauman sigur á ÍBV. 23:22, í 11. umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag. 

Eftir leik er Stjarnan í fimmta sæti með átta stig en ÍBV er í sjöunda með sex. 

Stjörnuliðið var sterkara í fyrri hálfleik og var yfir með tveimur, 13:11, þegar liðin gengu til búningsklefa. 

Stjörnuliðið náði mest sjö marka forystu í seinni hálfleik en Eyjakonur komu sér inn í leikinn undir lokin. 

Það dugði þó ekki til og vann Stjarnan að lokum nauman sigur. 

Mörk ÍBV: Sunna Jónsdóttir 5, Agnes Lilja Styrmisdóttir 4, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 3, Birna María Unnarsdóttir 2, Britney Emilie Florianne Cots 2, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 1, Ásta Björt Júlíusdóttir 1. 

Varin skot: Bernódía Sif Sigurðardóttir 13. 

Mörk Stjörnunnar: Tinna Sigurrós Traustadóttir 5, Eva Björk Davíðsdóttir 5, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 3, Anna Karen Hansdóttir 3, Vigdís Arna Hjartardóttir 3, Embla Steindórsdóttir 2, Brynja Katrín Benediktsdóttir 2. 

Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 15. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert