Landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir lét að sér kveða með Volda er liðið vann góðan sigur gegn Utleira, 29:24, í norsku B-deildinni í handknattleik í dag.
Dana Björg skoraði fjögur mörk fyrir Volda úr níu skotum.
Volda er á toppi deildarinnar með 27 stig eftir 15 leiki.