Haukar eru komnir í átta liða úrslit í Evrópubikar kvenna í handbolta eftir 24:22-sigur á úkraínska liðinu GalychankaLviv á Ásvöllum í dag.
Liðin mættust í fyrri leiknum í gær og Haukar unnu hann 26:24 og einvígið því 50:46.
Haukar voru skrefi á undan í upphafi leiks en Galychanka komst yfir, 9:8, þegar tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum. Haukar tóku yfir leikinn á lokamínútunum fyrri háfleiks þrátt fyrir að vera á tímapunkti tveimur færri og voru 13:10 yfir í hálfleik.
Haukar voru með yfirburði í seinni hálfleik og Galychanka skoraði ekki fyrr en á 37. mínútu en þá voru þrettán mínútur frá síðasta marki þeirra. Haukar komust mest níu mörkum yfir og rúlluðu liðinu undir lokin.
Galychanka-konur minnkuðu muninn í tvö mörk undir lok leiks en Haukar héldu út og fara í átta liða úrslit. Dregið verður í næstu viku.