Höfðum allan tímann trú á þessu

Alexandra Líf Arnarsdóttir, til vinstri, og liðsfélagar hennar að fagna …
Alexandra Líf Arnarsdóttir, til vinstri, og liðsfélagar hennar að fagna sigrinum í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

„Það er geggjað að vera komn­ar áfram en það þýðir meiri fjár­afl­an­ir, það er part­ur af þessu,“ sagði Al­ex­andra Líf Arn­ars­dótt­ir, leikmaður Hauka í hand­bolta, en liðið er komið í átta liða úr­slit í Evr­ópu­bik­arn­um eft­ir 24:22-sig­ur liðsins gegn úkraínska liðinu Ga­lychanka Lviv á Ásvöll­um í dag.

„Við vor­um með geggjaða vörn í fyrri hálfleik sem ég held að hafi skilað þess­um sigri. Svo pössuðum við að mæta grimm­ar í seinni en ég held við kláruðum þetta svona næst­um því í fyrri,“ sagði Al­ex­andra í viðtali við mbl.is eft­ir leik­inn.

Hauk­ar komust níu mörk­um yfir en gest­irn­ir áttu góðan kafla und­ir lok leiks og minnkuðu mun­inn í tvö mörk. Al­ex­andra hafði þó eng­ar áhyggj­ur af því.

„Nei nei, við höfðum all­an tím­ann trú á þessu, við vor­um ekk­ert að fara að missa þetta frá okk­ur.“

Hauk­ar eru komn­ir í átta liða úr­slit í Evr­ópu­bik­arn­um sem get­ur þýtt dýrt ferðalag.

„Við för­um beint í að safna fyr­ir næstu um­ferð en þetta er mjög spenn­andi. Við söfn­um sjálf­ar fyr­ir þessu með hjálp frá Hafn­ar­fjarðarbæ og fé­lag­inu en við söfn­um fyr­ir mestu af þessu. Það er gam­an að kom­ast áfram en þetta er hörku­vinna. Við erum bún­ar að fara í bíla­bón og selja fisk og héld­um 17. júní.

Það verður bara gam­an að sjá hverj­um við mæt­um og Evr­ópu­keppn­in hef­ur verið skemmti­leg hingað til.“

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 3 3 0 0 96:76 20 6
2 Georgía 3 1 0 2 79:83 -4 2
3 Grikkland 3 1 0 2 74:83 -9 2
4 Bosnía 3 1 0 2 75:82 -7 2
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
15.03 17:00 Ísland : Grikkland
15.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 3 3 0 0 96:76 20 6
2 Georgía 3 1 0 2 79:83 -4 2
3 Grikkland 3 1 0 2 74:83 -9 2
4 Bosnía 3 1 0 2 75:82 -7 2
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
15.03 17:00 Ísland : Grikkland
15.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert