Íslenska landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir var öflug í 35:16-sigri Volda gegn Vålerenga í B.deild kvenna í handbolta í Noregi í dag.
Dana skoraði fjögur mörk í sigrinum og Volda er á toppi deildarinnar með 29 stig þegar 16. umferðir eru búnar.
Næsti leikur Volda er gegn Levanger næstkomandi sunnudag.