Framlengdi við Íslandsmeistarana

Garðar Ingi Sindrason í leik með FH gegn Fram á …
Garðar Ingi Sindrason í leik með FH gegn Fram á yfirstandandi tímabili. mbl.is/Árni Sæberg

Handknattleiksmaðurinn Garðar Ingi Sindrason hefur skrifað undir nýjan samning við uppeldisfélag sitt FH sem gildir til sumarsins 2027.

Garðar Ingi er aðeins 17 ára gamall en hefur verið í stóru hlutverki hjá FH á yfirstandandi tímabili og staðið sig vel.

Hann er vinstri skytta og leikstjórnandi sem hefur átt fast sæti í yngri landsliðum Íslands undanfarin ár.

„Við hlökkum til að sjá Garðar Inga halda áfram að vaxa og dafna í FH-treyjunni á næstu árum!“ sagði meðal annars í tilkynningu frá handknattleiksdeild FH.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert