Valur og Haukar drógust bæði gegn tékkneskum liðum í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handknattleik. Valur mætir Slavia Prag og Haukar mæta Hazena Kynzvart.
Valur byrjar á heimavelli en Haukar byrja á útivelli. Fyrri leikirnir fara fram 15. eða 16. febrúar og síðari leikirnir viku síðar, 22. eða 23. febrúar.
Einnig var dregið í undanúrslit og fari svo að bæði Valur og Haukar vinni sínar viðureignir sleppa þau við hvort annað. Því er möguleiki fyrir hendi að íslensku liðin mætist í úrslitaleik Evrópubikarsins.
Drátturinn í heild sinni:
Valur – Slavia Prag
Hazena Kynzvart - Haukar
Michalovce – Urbis Gniezno
Porrino – Ionias
Drátturinn í undanúrslit:
Porrino/Ionias – Hazena Kynzvart/Haukar
Michalovce/Urbis Gniezno – Valur/Slavia Prag