Frá út tímabilið en framlengdi

Ingvar Dagur Gunnarsson í leik með FH í haust.
Ingvar Dagur Gunnarsson í leik með FH í haust. mbl.is/Anton Brink

Handknattleiksmaðurinn Ingvar Dagur Gunnarsson hefur skrifað undir nýjan samning við FH sem gildir til sumarsins 2027.

Ingvar Dagur er aðeins 18 ára gamall en var í stóru hlutverki hjá Íslandsmeisturum FH á yfirstandandi tímabili áður en hann meiddist.

Hann er vinstri skytta og sterkur varnarmaður sem varð fyrir því óláni að meiðast illa á fæti á æfingu með U19-ára landsliðinu skömmu fyrir jól og verður frá keppni út tímabilið.

Um leið og við óskum Ingvari Degi góðs bata þá hlökkum við til að fá hann á völlinn aftur, sterkari sem aldrei fyrr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert