Aldís stórkostleg í Íslendingaslagnum

Aldís Ásta Heimisdóttir í leik með Skara.
Aldís Ásta Heimisdóttir í leik með Skara. Ljósmynd/Viktor Ljungström

Aldís Ásta Heimisdóttir og stöllur í Skara höfðu betur gegn Kristianstad, 33:21, í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeild kvenna í handbolta í dag.

Aldís Ásta gerði sér lítið fyrir og skoraði sex mörk fyrir Skara. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Berta Rún Harðardóttir skoruðu eitt mark hvor fyrir Kristianstad.

Skara er í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig en Kristianstad er í níunda sæti með 10 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert