Ein breyting á íslenska liðinu

Stiven Tobar Valencia er kominn inn í hópinn.
Stiven Tobar Valencia er kominn inn í hópinn. mbl.is/Eyþór

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, gerir eina breytingu á leikmannahópi sínum fyrir leikinn gegn Argentínu í lokaumferð milliriðils 4 í Zagreb í Króatíu í dag. 

Stiven Tobar Valencia kemur inn í hópinn í dag fyrir Sigvalda Björn Guðjónsson en hann hvílir ásamt Sveini Jóhannssyni. 

Ísland er í þriðja sæti riðilsins með sex stig og þarf að vinna gegn Argentínu ásamt því að treysta á að annaðhvort Egyptaland eða Króatía tapi stigi í sínum leikjum seinna í dag til að eiga möguleika á að komast í átta liða úrslitin. 

Leik­manna­hóp­ur Íslands:

Markverðir:
Björg­vin Páll Gúst­avs­son
Vikt­or Gísli Hall­gríms­son

Aðrir leik­menn:
Aron Pálm­ars­son
Ein­ar Þor­steinn Ólafs­son
Elliði Snær Viðars­son
Elv­ar Örn Jóns­son
Gísli Þor­geir Kristjáns­son
Hauk­ur Þrast­ar­son
Jan­us Daði Smára­son
Orri Freyr Þorkels­son
Óðinn Þór Rík­h­arðsson
Stiven Tobar Valenica
Teit­ur Örn Ein­ars­son
Viggó Kristjáns­son
Ýmir Örn Gísla­son
Þor­steinn Leó Gunn­ars­son

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert