Háspennuleikur í Kórnum

Anna Þyrí Halldórsdóttir skoraði tvö mörk.
Anna Þyrí Halldórsdóttir skoraði tvö mörk. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA/Þór er enn í góðum málum á toppi 1. deildar kvenna í handbolta eftir jafntefli við HK, 23:23, á útivelli í toppslag í kvöld.

KA/Þór er með 24 stig, fimm stigum meira en Afturelding og sex stigum meira en HK þegar 13 af 18 umferðum er ólokið.

HK var með tveggja marka forskot í hálfleik, 13:11. KA/Þór jafnaði í 16:16 snemma í seinni hálfleik og var mikil spenna eftir það allt til loka leiks.

Katrín Hekla Magnúsdóttir kom HK í 23:22 þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Var aðeins eitt mark skorað eftir það og það gerði Tinna Valgerður Gísladóttir fyrir KA/Þór, 20 sekúndum fyrir leikslok.

Mörk HK: Aníta Eik Jónsdóttir 5, Leandra Náttsól Salvamoser 4, Amelía Laufey G. Miljevic 4, Jóhanna Lind Jónasdóttir 4, Katrín Hekla Magnúsdóttir 2, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 2, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 1, Anna Valdís Garðarsdóttir 1.

Varin skot: Danijela Sara Björnsdóttir 7, Tanja Glóey Þrastardóttir 6.

Mörk KA/Þórs: Tinna Valgerður Gísladóttir 10, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 5, Aþena Einvarðsdóttir 2, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Elsa Björg Guðmundsdóttir 1, Kristín A. Jóhannsdóttir 1, Unnur Ómarsdóttir 1, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1.

Varin skot: Matea Lonac 6, Sif Hallgrímsdóttir 1.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert