Landsliðskonan fór á kostum

Dana Björg Guðmundsdóttir átti stórleik.
Dana Björg Guðmundsdóttir átti stórleik. Ljósmynd/Jon Forberg

Topplið Volda vann öruggan sigur á Trondheim í B-deild norska handboltans í dag, 37:25.

Landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir fór á kostum fyrir Volda og var markahæst með átta mörk.

Volda er með 33 stig eftir 18 leiki, með 16 sigra, eitt tap og eitt jafntefli. Fjellhammer er í öðru sæti, fjórum stigum á eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert