Fram blandaði sér í toppbaráttuna

Rúnar Kárason skýtur að marki Hauka í kvöld.
Rúnar Kárason skýtur að marki Hauka í kvöld. mbl.is/Eyþór

Haukar og Fram áttust við í 15. umferð Íslandsmóts karla í handbolta í kvöld og lauk leiknum með sigri Fram 30:29 í æsispennandi leik. Leikið var á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Eftir leikinn eru Haukar áfram með 18 stig stig og Fram er komið með 21 stig og er formlega búið að blanda sér í toppbaráttuna.

Haukar byrjuðu leikinn betur og skoruðu þrjú fyrstu mörkin og komu þau öll frá Hergeiri Grímssyni. Haukar héldu 2-3 marka forskoti fyrstu 20 mínútur leiksins ef undan er skilinn góður kafli Fram þar sem þeim tókst að minnka muninn í eitt mark í stöðunni 11:10.

Fram tókst að jafna leikinn í stöðunni 13:13 og komast síðan yfir 14:13. Eftir það var það hlutverk Hauka að elta og tókst þeim að jafna á lokasekúndu fyrri hálfleiksins.

Staðan í hálfleik jöfn, 16:16.

Aron Rafn Eðvarðsson átti frábæran fyrri hálfleik hjá Haukum og varði 8 skot, þar af 3 vítaskot. Skarphéðinn Ívar Einarsson skoraði 6 mörk í fyrri hálfleik fyrir Hauka og Andri Fannar Elísson skoraði 5 mörk, þar af 4 úr vítaskotum.

Reynir Þór Stefánsson skoraði 5 mörk fyrir Fram og vörðu þeir Arnór Máni Daðason og Breki Hrafn Árnason samtals 3 skot.

Fram byrjaði með boltann í seinni hálfleik en fyrsta sókn þeirra endaði með markvörslu hjá Aroni Rafni Eðvarðssyni. Hauka komust síðan yfir 17:16 og gerðu gott betur, komust í 18:16 eftir tvær misheppnaðar sóknir Framara í röð.

Haukar komust þremur mörkum yfir í stöðunni 22:19 og má þar helst þakka góðri markvörslu hjá Aroni Rafni. Framarar gáfust samt aldrei upp og minnkuðu muninn niður í eitt mark í stöðunni 24:23 og eftir það var leikurinn í járnum.

Fram jafnaði leikinn í stöðunni 25:25 og komust yfir 27:26. Þá var komið að Haukum að elta líkt og í fyrri hálfleik. Stuttu áður fékk Magnús Öder Einarsson tvöfalda brottvísun og útilokun frá leiknum. Þetta þýddi að Fram var einum leikmanni færri í fjórar mínútur.

Þann mun nýttu Haukar til að jafna leikinn í stöðunni 27:27 sem verður að teljast léleg nýting á slíkri yfirtölu.

Skarphéðinn Ívar Einnarsson kom Haukum yfir í stöðunni 28:27 með sínu 10 marki í leiknum og 3 mínútur og 30 sekúndur eftir af leiknum en Framarar jöfnuðu um hæl í næstu sókn. Framarar stálu síðan boltanum í næstu sókn og komust yfir með marki úr hraðaupphlaupi. Staðan 29:28 fyrir Fram.

Þráinn Orri Jónsson jafnaði leikinn fyrir Hauka í stöðunni 29:29 þegar rétt um 2 mínútur voru eftir af leiknum og alveg ljóst að æsispennandi lokakafli væri framundan.

Erlendur Guðmundsson skoraði fallegt mark þegar hann kom Fram aftur yfir í stöðunni 30:29 þegar hann skrúfaði boltann framhjá Aroni Rafni. Haukar höfðu 29 sekúndur til að jafna leikinn en sendu boltann útaf vellinum og þar með voru úrslit leiksins ljós.

Fram vann dýrmætan 30:29 sigur í leiknum.

Skarphéðinn Ívar Einarsson skoraði 10 mörk fyrir Hauka og Aron Rafn Eðvarðsson varði 15 skot, þar af 4 vítaskot.

Reynir Þór Sefánsson skoraði 8 mörk fyrir Fram og Arnór Máni Daðason varði 5 skot fyrir Fram.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Haukar 29:30 Fram opna loka
60. mín. Erlendur Guðmundsson (Fram) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert