Markahæsti Íslendingurinn úr leik

Viggó Kristjánsson skorar í sigri Íslands gegn Egyptalandi á HM.
Viggó Kristjánsson skorar í sigri Íslands gegn Egyptalandi á HM. mbl.is/Eyþór Árnason

Útlit er fyrir að Viggó Kristjánsson, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á nýloknu heimsmeistaramóti í handknattleik, geti ekki leikið strax með sínu nýja liði í Þýskalandi, Erlangen.

Viggó kvaddi Leipzig í janúar og samdi við Erlangen sem berst fyrir lífi sínu í þýsku 1. deildinni. Samkvæmt netmiðlinum Handball-world glímir Viggó við meiðsli í hné sem hann hafi orðið fyrir á HM og muni því ekki geta spilað með Erlangen þegar liðið fær Flensburg í heimsókn í fyrsta leik eftir janúarfríið næsta sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert