Valur vann fyrir norðan

Allan Norðberg sækir að marki KA í kvöld.
Allan Norðberg sækir að marki KA í kvöld. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Valur hafði betur gegn KA, 32:29, þegar liðin mættust í 15. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik á Akureyri í kvöld.

Valur fór með sigrinum upp í þriðja sæti þar sem liðið er með 20 stig líkt og Afturelding sæti ofar. KA er enn í áttunda sæti með tíu stig.

Valur náði fljótt stjórninni í leiknum og komst í 6:2. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 20:14.

Í síðari hálfleik héldu Valsmenn dampi, KA saxaði aðeins á forskotið undir lokin en niðurstaðan að lokum þriggja marka sigur Vals.

Úlfar Páll Monsi Þórðarson, Bjarni í Selvindi og Allan Norðberg voru markahæstir hjá Val með sjö mörk hver. Björgvin Páll Gústavsson varði tíu skot í markinu.

Nicolai Horntvedt Kristensen fór á kostum í marki KA er hann varði 18 skot og var með 41 prósent markvörslu.

Dagur Árni Heimisson og Einar Rafn Eiðsson voru markahæstir hjá KA með sex mörk hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert