Handknattleikssamband Íslands hefur gefið það út að allir fjórir leikirnir í bikarkeppni kvenna sem áttu að fara fram í kvöld fari fram annað kvöld.
Fyrr í dag var tilkynnt að öllum leikjum á vegum HSÍ sem fara áttu fram í kvöld hafi verið frestað vegna rauðrar veðurviðvörunar sem tekur gildi klukkan 16 í dag.
Leikirnir hefjast á sama tíma og þeir áttu að gera í kvöld og eru sem hér segir:
Fim. 6. febrúar kl. 18: ÍBV – Valur
Fim. 6. febrúar kl. 19.30: ÍR – Haukar
Fim. 6. febrúar kl. 19.30: Fram – Stjarnan
Fim. 6. febrúar kl. 20: Víkingur R. - Grótta