Þar sem Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða viðvörun fyrir stóran hluta landsins hefur Handknattleikssamband Íslands tekið ákvörðun um að fresta öllum þeim leikjum sem fram áttu að fara í kvöld.
Allir fjórir leikir átta liða úrslita bikarkeppni kvenna áttu að fara fram í kvöld en nú er ljóst að finna þarf þeim nýja leikdaga.
Í tilkynningu frá HSÍ segir að nýir leikdagar verði gefnir út síðar í dag.