Öllum leikjum kvöldsins frestað

Ekkert verður af leik ÍBV og Vals sem fara átti …
Ekkert verður af leik ÍBV og Vals sem fara átti fram í kvöld. Sunna Jónsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir eigast við í leik liðanna í nóvember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þar sem Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða viðvörun fyrir stóran hluta landsins hefur Handknattleikssamband Íslands tekið ákvörðun um að fresta öllum þeim leikjum sem fram áttu að fara í kvöld.

Allir fjórir leikir átta liða úrslita bikarkeppni kvenna áttu að fara fram í kvöld en nú er ljóst að finna þarf þeim nýja leikdaga.

Í tilkynningu frá HSÍ segir að nýir leikdagar verði gefnir út síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert