Tvöfaldur liðstyrkur til Fram

Harpa María Friðgeirsdóttir er komin aftur til Fram.
Harpa María Friðgeirsdóttir er komin aftur til Fram. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handknattleiksdeild Fram kynnti í dag tvo nýja leikmenn til leiks sem munu leika með liðum félagsins út leiktíðina.

Harpa María Friðgeirsdóttir er komin aftur heim til Íslands eftir veru í Danmörku en hún var leikmaður Fram áður en hún flutti út og lék með Ringsted samhliða námi.

Þá er Lúðvík Thorberg Arnkelsson kominn aftur í Fram en hann hefur leikið með Gróttu undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert