Grótta naumlega í undanúrslit

Ída Margrét Stefánsdóttir skoraði tíu mörk fyrir Gróttu.
Ída Margrét Stefánsdóttir skoraði tíu mörk fyrir Gróttu. mbl.is/Óttar Geirsson

Grótta er komin í undanúrslitin í bikarkeppni kvenna í handknattleik eftir nauman útisigur á Víkingi úr Reykjavík, 22:21, í kvöld. 

Grótta fylgir þar með Haukum, Fram og bikarmeisturum Vals í undanúrslitin. 

Grótta komst í 22:21 þegar að fjórar mínútur voru eftir af leiknum en hvorugu liðinu tókst að skora eftir það. 

Ída Margrét Stefánsdóttir átti stórleik í liði Gróttu en hún skoraði tíu mörk. 

Mörk Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 6, Díana Ágústsdóttir 5, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 4, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 2, Hafdís Shizuka Iura 2, Andrea Ósk Þorkelsdóttir 1, Ivana Jorna Meincke 1. 

Varin skot: Klaudia Katarzyna Kondras 9, Signý Pála Pálsdóttir 5. 

Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 10, Katrín Arna Andradóttir 5, Katrín S. Thorsteinsdóttir 4, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Arndís Áslaug Grímsdóttir 1. 

Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 11. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert