Tveir leikmenn í bann

Anna María Aðalsteinsdóttir er komin í leikbann.
Anna María Aðalsteinsdóttir er komin í leikbann. mbl.is/Óttar Geirsson

Aganefnd HSÍ úrskurðaði í vikunni tvo leikmenn í eins leiks bann eftir leiki helgarinnar í tveimur efstu deildum kvenna.

Anna María Aðalsteinsdóttir úr ÍR var úrskurðuð í eins leiks bann fyrir ljótt brot í leik liðsins gegn Gróttu í úrvalsdeildinni. Missir hún af leik ÍR gegn Val í næstu umferð.

Þá var Sólveig Lára Kristjánsdóttir hjá KA/Þór úrskurðuð í eins leiks bann fyrir leikbrot í leik liðsins gegn HK í toppslag 1. deildarinnar. Hún missir af leik Akureyrarliðsins gegn Berserkjum í næstu umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert