Ágúst og Elvar drjúgir í Danmörku

Ágúst Elí Björgvinsson.
Ágúst Elí Björgvinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingaliðið Ribe-Esbjerg gerði jafntefli við Grindsted, 27:27, í dönsku úrvalsdeild karla í handbolta í dag.

Ágúst Elí Björgvinsson varði átta mörk í marki Ribe-Esbjerg eða var með 34,78% markvörslu. Samherji hans Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk úr þremur skotum.

Ribe-Esbjerg situr í næstneðsta sæti deildarinnar með sex stig eftir 18 leiki. Grindsted er í neðsta sæti með fimm stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert