Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach lögðu Stuttgart, 36:29, í efstu deild þýska handboltans í kvöld.
Landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach en liðsfélagi hans Teitur Örn Einarsson var ekki með.
Sigurinn þýðir að Gummersbach er komið upp í áttunda sæti með 18 stig.
Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í Magdeburg þurftu að þola 31:25-tap gegn Kiel í kvöld.
Gísli Þorgeir skoraði tvö mörk fyrir Magdeburg en samherji hans Ómar Ingi Magnússon er frá vegna meiðsla.
Magdeburg er í sjötta sæti deildarinnar með 21 stig.