Ótrúlegur endurkomusigur Fram

Reynir Þór Stefánsson skoraði níu mörk í dag.
Reynir Þór Stefánsson skoraði níu mörk í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

Fram vann ótrúlegan endurkomusigur gegn Aftureldingu, 34:32, í úrvalsdeild karla í handbolta í dag.

Úrslitin þýða að Fram er komið í annað sætið með 23 stig, upp fyrir Aftureldingu sem er í þriðja sæti með 22 stig.

Afturelding var með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn og var sjö mörkum yfir í hálfleik, 20:13.

Fram byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti og komst yfir, 27:26, þegar rétt rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Eftir spennandi lokamínútur tókst Fram að sigla sigrinum heim, 34:32.

Reynir Þór Stefánsson fór á kostum og skoraði níu mörk fyrir Fram. Kristján Ottó Hjálmsson skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingu.

Einar Baldvin Baldvinsson varði 15 skot eða var með 34,9% markvörslu í marki Aftureldingar. Breki Hrafn Árnason í marki Fram varði 12 skot eða var með 35,3% markvörslu.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert