Stjarnan hafði betur gegn Fjölni, 33:25, í 16. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í Garðabænum í kvöld.
Stjarnan er komin í sjötta sætið með 16 stig eftir sigurinn en Grótta er í botnsæti deildarinnar með sex stig.
Stjörnumenn voru með yfirhöndina allan leikinn og skoruðu þrjú fyrstu mörkin. Hálfleikstölur voru 15:8 Stjörnunni í vil sem hélt því forskoti í þeim seinni.
Hans Jörgen Ólafsson skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna en Björgvin Páll Rúnarsson skoraði sex í liði Fjölnis.
Stjarnan heimsækir Gróttu í næstu umferð en Fjölnir fær FH í heimsókn.
Mörk Stjörnunnar: Hans Jörgen Ólafsson 8, Jóhannes Björgvin 7, Tandri Már Konráðsson 6, Ísak Logi Einarsson 4, Jóel Bernburg 3, Rytis Kazakevicius 2, Pétur Árni Hauksson 1, Benedikt Marinó Herdísarson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 10, Sigurður Dan Óskarsson 4.
Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 6, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 4, Óðinn Freyr Heiðmarsson 4, Róbert Dagur Davíðsson 3, Gísli Rúnar Jóhansson 3, Elvar Þór Ólafsson 2, Alex Máni Oddnýjarson 2, Gunnar Steinn Jónsson 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 7, Guðmundur Helgi Innsland 2.