Haukar með átta marka forskot til Slóveníu

Össur Haraldsson í hraðaupphlaupi í dag.
Össur Haraldsson í hraðaupphlaupi í dag. mbl.is/Anton Brink

Hauk­ar höfðu bet­ur gegn Jeruzalem Ormoz frá Slóven­íu, 31:23, í fyrri leik liðanna í 16-liða úr­slit­um Evr­ópu­bik­ars karla í hand­bolta á heima­velli sín­um á Ásvöll­um í kvöld. Seinni leik­ur­inn fer fram í Slóven­íu eft­ir viku.

Liðin skipt­ust á að skora á allra fyrstu mín­út­un­um og var staðan 2:2 eft­ir fimm mín­útna leik. Þá skoruðu Hauk­ar tvö í röð og komust í 4:2. Heima­menn í Hauk­um skoruðu í kjöl­farið fjög­ur af næstu fimm mörk­um og breyttu stöðunni í 8:3.

Eft­ir það skipt­ust liðin á að skora og voru Hauk­ar með und­ir­tök­in út hálfleik­inn. Var staðan í leik­hléi 17:11 og Hauk­ar í góðum mál­um.

Ormoz skoraði fyrsta markið í seinni hálfleik og minnkaði hægt og ró­lega mun­inn. Var hann þrjú mörk í fyrsta skipti í seinni hálfleik í stöðunni 22:19 þegar tæp­ar 20 mín­út­ur voru eft­ir.

Hauk­ar svöruðu og var mun­ur­inn fimm mörk þegar tíu mín­út­ur voru eft­ir, 25:20. Liðunum gekk illa að skora næstu mín­út­ur og var staðan 26:21 þegar fimm mín­út­ur voru eft­ir.

Hauka­menn gerðu vel í að bæta í og sigla sann­fær­andi sigri í höfn með góðri frammistöðu. 

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Hauk­ar 31:23 Ormoz opna loka
Össur Haraldsson - 9
Skarphéðinn Ívar Einarsson - 9
Andri Fannar Elísson - 4 / 2
Birkir Snær Steinsson - 4
Hergeir Grímsson - 3 / 1
Adam Haukur Baumruk - 1
Geir Guðmundsson - 1
Mörk 5 / 2 - Tadej Sok
3 - Zan Korze Lesjak
3 - Teo Sulek
3 - Filip Jerenec
2 - Jure Lukman
2 - Aljosa Munda
2 - Lucian Bura
1 - Jan Mlac-Cerne
1 - Luka Trojko
1 - Gasper Pungartnik
Aron Rafn Eðvarðsson - 15 / 1
Varin skot 14 / 1 - Filip Ranfl

6 Mín

Rautt Spjald Birkir Snær Steinsson
Brottvísanir

14 Mín

Rautt Spjald Lucian Bura
mín.
60 Leik lokið
Ansi sterkur sigur hjá Haukum sem fara með átta marka forskot til Slóveníu.
60 31 : 23 - Össur Haraldsson (Haukar) skoraði mark
Á síðustu sekúndunni!
60 Filip Jerenec (Ormoz) fékk 2 mínútur
Ýtti Geir í loftinu.
60 Haukar tekur leikhlé
34 sekúndur eftir. Aðeins spurning hve stór sigurinn verður hjá Haukum.
60 Ormoz tapar boltanum
Haukar geta komið þessu upp í átta mörk.
59 Filip Ranfl (Ormoz) varði skot
Núna frá Hergeiri í dauðafæri.
59 Filip Ranfl (Ormoz) varði skot
Frá Össur sem var í dauðafæri.
59 Jure Lukman (Ormoz) á skot í stöng
59 30 : 23 - Össur Haraldsson (Haukar) skoraði mark
Svarar strax. Það væri mjög sterkt að fara með sjö marka forskot út.
59 29 : 23 - Filip Jerenec (Ormoz) skoraði mark
Gegnumbrot.
58 29 : 22 - Skarphéðinn Ívar Einarsson (Haukar) skoraði mark
Þruma upp í skeytin. Vá!
57 Aron Rafn Eðvarðsson (Haukar) varði skot
Frá Sok sem var í dauðafæri. Aron að spila mjög vel.
57 28 : 22 - Össur Haraldsson (Haukar) skoraði mark
Hraðaupphlaup og munurinn sex mörk!
56 27 : 22 - Skarphéðinn Ívar Einarsson (Haukar) skoraði mark
Negla í slána og inn! Sá getur þrumað.
55 26 : 22 - Filip Jerenec (Ormoz) skoraði mark
Fær að fara nálægt markinu.
55 Ormoz tekur leikhlé
Gestirnir vilja ræða saman. Haukarnir í ansi góðum málum þegar skammt er eftir.
54 Haukar tapar boltanum
Ormoz getur minnkað þetta niður í fjögur mörk aftur.
54 26 : 21 - Filip Jerenec (Ormoz) skoraði mark
Vippar yfir Aron Rafn án þess að vippa yfir. Það er erfitt.
53 Filip Ranfl (Ormoz) varði skot
Frá Skarphéðni.
53 Aron Rafn Eðvarðsson (Haukar) varði skot
Frá Sok sem var í dauðafæri. Aron verið mjög flottur í kvöld.
52 26 : 20 - Geir Guðmundsson (Haukar) skoraði mark
EKki lengi að þessu í sinni yfrstu sókn í leiknum.
52 Haukar tapar boltanum
Össur verst vel og Haukar geta náð sex marka forskoti.
51 Birkir Snær Steinsson (Haukar) rautt spjald
Reynir að slá í boltann en slær leikmann Ormoz í andlitið. Beint rautt og Birkir getur ekki kvartað yfir þessu.
50 Ormoz tapar boltanum
Adam verst vel.
50 Haukar tapar boltanum
Skref.
49 Aron Rafn Eðvarðsson (Haukar) ver víti
Frá Sok. Glæsilega gert!
49 Jure Lukman (Ormoz) fiskar víti
Haukarnir allt annað en sáttir. Mögulega helst ósáttir við sig sjálfa.
48 25 : 20 - Össur Haraldsson (Haukar) skoraði mark
Vel klárað í vinstra horni.
47 24 : 20 - Aljosa Munda (Ormoz) skoraði mark
Snöggur að svara.
47 24 : 19 - Skarphéðinn Ívar Einarsson (Haukar) skoraði mark
Gott gegnumbrot. Sá er að spila vel!
46 Luka Trojko (Ormoz) skýtur yfir
Hátt yfir markið.
46 Adam Haukur Baumruk (Haukar) fékk 2 mínútur
Neitaði að sleppa leikmanni gestanna.
45 23 : 19 - Skarphéðinn Ívar Einarsson (Haukar) skoraði mark
Negla! Össur með góða vörn og Skarphéðinn skilar boltanum í markið hinum megin.
45 Hergeir Grímsson (Haukar) á skot í stöng
Ormoz fær annað tækifæri til að minnka þetta í tvö.
44 Haukar tekur leikhlé
Munurinn var sex mörk í hálfleik en aðeins þrjú mörk núna. Ásgeir ætlar að stappa stáli í sína menn.
44 Aron Rafn Eðvarðsson (Haukar) varði skot
Bjargar því að gestirnir minnki muninn í tvö mörk.
43 Filip Ranfl (Ormoz) varði skot
Frá Andra og Ormoz getur minnkað muninn í tvö mörk.
43 22 : 19 - Luka Trojko (Ormoz) skoraði mark
Skot fyrir utan og munurinn þrjú mörk í fyrsta skipti í seinni.
42 Filip Ranfl (Ormoz) varði skot
Frá Þráni sem var í dauðafæri.
41 22 : 18 - Jan Mlac-Cerne (Ormoz) skoraði mark
Hoppar í gegnum Andra sem var innan teigs.
41 22 : 17 - Skarphéðinn Ívar Einarsson (Haukar) skoraði mark
Negla fyrir utan, sláin inn. Þetta var huggulegt!
41 21 : 17 - Tadej Sok (Ormoz) skorar úr víti
Öruggur.
41 Teo Sulek (Ormoz) fiskar víti
Tekur frákastið og fær víti.
41 Aron Rafn Eðvarðsson (Haukar) varði skot
40 21 : 16 - Skarphéðinn Ívar Einarsson (Haukar) skoraði mark
Negla fyrir utan.
39 20 : 16 - Jure Lukman (Ormoz) skoraði mark
Aron í boltanum en hann lekur inn.
38 Filip Ranfl (Ormoz) varði skot
Frá Andra sem var í dauðafæri.
38 Ormoz tapar boltanum
Ruðningur.
37 Filip Ranfl (Ormoz) ver víti
Ver frá Andra Fannari.
37 Lucian Bura (Ormoz) rautt spjald
Fær sína þriðju brottvísun og þar með rautt spjald.
37 Hergeir Grímsson (Haukar) fiskar víti
37 Aron Rafn Eðvarðsson (Haukar) varði skot
36 20 : 15 - Össur Haraldsson (Haukar) skoraði mark
Stutt á milli í þessu. Hraðaupphlaup.
36 Lucian Bura (Ormoz) skýtur framhjá
35 Haukar tapar boltanum
Ruðningur og Ormoz getur minnkað þetta í þrjú mörk.
35 19 : 15 - Teo Sulek (Ormoz) skoraði mark
Af línunni. Haukum gengur illa að verjast línusendingum.
34 Haukar tapar boltanum
Birkir Snær hittir ekki á samherja.
34 Ormoz tapar boltanum
Haukarnir verjast vel.
33 19 : 14 - Össur Haraldsson (Haukar) skoraði mark
Svarar strax.
33 18 : 14 - Lucian Bura (Ormoz) skoraði mark
Hraðaupphlaup.
33 Zan Korze Lesjak (Ormoz) fékk 2 mínútur
Of seinn í Hergeir og togar hann niður.
33 18 : 13 - Zan Korze Lesjak (Ormoz) skoraði mark
Af línunni.
32 Haukar tapar boltanum
Aron Rafn aðeins of fljótur á sér og kastar boltanum frá sér.
32 Gasper Pungartnik (Ormoz) skýtur yfir
Rosalega hátt yfir.
32 Aron Rafn Eðvarðsson (Haukar) varði skot
Í innkast og gestirnir halda boltanum.
31 18 : 12 - Birkir Snær Steinsson (Haukar) skoraði mark
Svarar strax.
31 17 : 12 - Zan Korze Lesjak (Ormoz) skoraði mark
Af línunni.
31 Seinni hálfleikur hafinn
Gestirnir byrja með boltann í seinni.
30 Hálfleikur
Flottur hálfleikur hjá Haukum og yfir litlu að kvarta. Við þiggjum meira svona í seinni.
30 Aron Rafn Eðvarðsson (Haukar) varði skot
Frá Jerenec sem skaut af löngu færi þegar örfáar sekúndur voru eftir.
30 17 : 11 - Hergeir Grímsson (Haukar) skoraði mark
Gott skot fyrir utan.
30 Teo Sulek (Ormoz) fékk 2 mínútur
Fer í andlitið á Hergeiri.
30 Haukar tekur leikhlé
Ásgeir Örn vill ræða við sína menn. 31 sekúnda eftir að Haukar vilja skora án þess að gestirnir nái að svara.
29 16 : 11 - Tadej Sok (Ormoz) skoraði mark
Úr hægra horni. Þetta er góður leikmaður.
29 Filip Ranfl (Ormoz) varði skot
Frá Sigurði Snæ sem var ekki alveg í jafnvægi.
29 16 : 10 - Zan Korze Lesjak (Ormoz) skoraði mark
Af línunni.
28 16 : 9 - Andri Fannar Elísson (Haukar) skoraði mark
Hraðaupphlaup eftir góða vörslu. Svona á að gera þetta.
28 Aron Rafn Eðvarðsson (Haukar) varði skot
27 15 : 9 - Andri Fannar Elísson (Haukar) skoraði mark
Góð sókn og hægra hornið opnað. Haukarnir með sex marka forskot og í góðum málum.
27 Teo Sulek (Ormoz) fékk 2 mínútur
Á hælunum í vörninni.
27 Aron Rafn Eðvarðsson (Haukar) varði skot
Frá Jerenec sem skaut fyrir utan.
26 14 : 9 - Adam Haukur Baumruk (Haukar) skoraði mark
Negla fyrir utan. Glæsilegt skot.
26 13 : 9 - Tadej Sok (Ormoz) skoraði mark
Tekur frákastið eftir skot í stöng.
25 13 : 8 - Birkir Snær Steinsson (Haukar) skoraði mark
Gott skot fyrir utan.
24 Hergeir Grímsson (Haukar) á skot í slá
Haukar ná frákastinu.
24 12 : 8 - Aljosa Munda (Ormoz) skoraði mark
Fer inn úr þröngu færi og skorar, stöngin inn.
23 Filip Ranfl (Ormoz) varði skot
Frá Adam Hauki sem vill fá aukakast en fær ekki.
23 Aron Rafn Eðvarðsson (Haukar) varði skot
Frá Bura.
23 Ormoz tekur leikhlé
Gestirnir taka annað leikhlé. Þeir eru ekki að finna lausnir. Haukarnir eru að spila þetta vel.
22 Filip Ranfl (Ormoz) varði skot
Frá Brynjólfi sem var í dauðafæri í hraðaupphlaupi.
22 Gasper Pungartnik (Ormoz) skýtur framhjá
21 Aron Rafn Eðvarðsson (Haukar) varði skot
Gestirnir halda boltanum.
21 12 : 7 - Hergeir Grímsson (Haukar) skoraði mark
Eldsnögg sókn. Gestirnir ráða illa við hraðann í Haukamönnum.
21 Aron Rafn Eðvarðsson (Haukar) varði skot
Frá Bura.
20 11 : 7 - Skarphéðinn Ívar Einarsson (Haukar) skoraði mark
Vörnin galopnuð og Skarphéðinn í gegn. Hans þriðja mark.
19 Ormoz tapar boltanum
Ruðningur.
18 Hergeir Grímsson (Haukar) skýtur framhjá
Neyðarskot eftir langa sókn.
17 10 : 7 - Tadej Sok (Ormoz) skoraði mark
Með nóg pláss í hægra horninu.
17 Filip Ranfl (Ormoz) varði skot
Frá Brynjólfi sem fór inn úr horninu.
16 Andri Fannar Elísson (Haukar) fékk 2 mínútur
Fyrir einhver átök þegar boltinn var hvergi nærri.
16 10 : 6 - Gasper Pungartnik (Ormoz) skoraði mark
Skot í gólfið og inn.
15 10 : 5 - Skarphéðinn Ívar Einarsson (Haukar) skoraði mark
Í markvörðinn og í netið.
15 9 : 5 - Teo Sulek (Ormoz) skoraði mark
Af línunni.
14 9 : 4 - Andri Fannar Elísson (Haukar) skorar úr víti
Öruggur og Haukar áfram með frumkvæðið.
14 Lucian Bura (Ormoz) fékk 2 mínútur
Steig fyrir Hergeir í færinu. Hans önnur brottvísun.
14 Hergeir Grímsson (Haukar) fiskar víti
13 8 : 4 - Lucian Bura (Ormoz) skoraði mark
Snöggur að svara.
13 8 : 3 - Össur Haraldsson (Haukar) skoraði mark
Hraðaupphlaup og munurinn fimm mörk.
13 Aron Rafn Eðvarðsson (Haukar) varði skot
12 Filip Ranfl (Ormoz) varði skot
Frá Skarphéðni. Fast skot en góð varsla.
12 Ormoz tapar boltanum
Skot í vörnina.
11 Ormoz tekur leikhlé
Virkilega góður kafli hjá Haukum og gestirnir vilja ræða saman.
11 7 : 3 - Össur Haraldsson (Haukar) skoraði mark
Í autt mark gestanna eftir góða vörn.
10 6 : 3 - Hergeir Grímsson (Haukar) skorar úr víti
Lúmskt, laust og skemmtilegt.
10 Lucian Bura (Ormoz) fékk 2 mínútur
Tók Andra niður í hraðaupphlaupi.
10 Andri Fannar Elísson (Haukar) fiskar víti
10 Filip Ranfl (Ormoz) varði skot
Frá Skarphéðni sem var í dauðafæri í hraðaupphlaupi.
9 5 : 3 - Birkir Snær Steinsson (Haukar) skoraði mark
Markvörðurinn í boltanum en hann lekur inn.
9 4 : 3 - Tadej Sok (Ormoz) skorar úr víti
Laumar boltanum yfir öxlina á Aroni.
9 Lucian Bura (Ormoz) fiskar víti
Guðmundur Hólmar verst í teignum.
8 4 : 2 - Andri Fannar Elísson (Haukar) skorar úr víti
Skrúfar boltann í slána og hann lekur rétt yfir línuna.
8 Hergeir Grímsson (Haukar) fiskar víti
Gestirnir verjast inni í teig.
8 Ormoz tapar boltanum
Ruðningur.
7 Filip Jerenec (Ormoz) á skot í stöng
Nær frákastinu sjálfur.
6 Hergeir Grímsson (Haukar) á skot í stöng
Skot fyrir utan. Óheppinn þarna.
6 Aron Rafn Eðvarðsson (Haukar) varði skot
Mætir í hornið og ver vel.
5 3 : 2 - Birkir Snær Steinsson (Haukar) skoraði mark
Skot langt fyrir utan.
4 2 : 2 - Teo Sulek (Ormoz) skoraði mark
Af línunni.
4 2 : 1 - Össur Haraldsson (Haukar) skoraði mark
Svarar strax. Eldsnögg sókn. Gestirnir eru að skipta í vörn og sókn og Haukarnir ætla að nýta sér það.
4 1 : 1 - Jure Lukman (Ormoz) skoraði mark
Skot fyrir utan.
3 1 : 0 - Skarphéðinn Ívar Einarsson (Haukar) skoraði mark
Eftir eldsnögga sókn. Sá glufu á vörninni.
3 Lucian Bura (Ormoz) á skot í stöng
Fer illa með algjört dauðafæri.
2 Filip Ranfl (Ormoz) varði skot
Frá Birki Snæ. Eiginlega beint á hann.
1 Leikur hafinn
Haukar byrja með boltann. Það eru nálægt 50 Slóvenum í stúkunni. Góð mæting hjá gestunum.
0 Textalýsing
Liðin eru komin út á völl og þau eru kynnt til leiks með tilþrifum. Haukar í rauðu að vanda á meðan gestirnir eru í svörtum treyjum og ljósbláum buxum.
0 Textalýsing
Seinni leikur einvígisins fer fram í Slóveníu eftir akkúrat viku.
0 Textalýsing
Norðmennirnir Mads Dahlby Fremstad og Jörgen Jorstad dæma leikinn í dag. Ég hef góða tilfinningu fyrir þeim.
0 Textalýsing
Tadej Sok er markahæstur hjá Ormoz í keppninni með 36 mörk. Filip Jerenec er næstur með 24 og Gasper Pungartnik þar á eftir með 20. Þeir eru allir Slóvenar, eins og flestir í liðinu.
0 Textalýsing
Skarphéðinn Ívar Einarsson er markahæstur hjá Haukum í keppninni til þessa með 20 mörk. Birkir Snær Steinsson og Sigurður Snær Sigurjónsson koma næstir með 14 hvor.
0 Textalýsing
Ormoz vann Raasiku/Mistra frá Eistlandi í síðustu umferð og Borac Banja Luka frá Bosníu í umferðinni á undan.
0 Textalýsing
Haukar unnu Kur frá Aserbaídsjan í síðustu umferð. Þar á undan unnu Haukar finnska liðið Cocks.
0 Textalýsing
Ormoz hefur tapað fimm, unnið fjóra og gert eitt jafntefli í síðustu tíu leikjum. Liðið tapaði fyrir Gorenje á heimavelli í síðasta deildarleik, 37:27.
0 Textalýsing
Haukar hafa unnið sex leiki og tapað fjórum af síðustu tíu. Liðið vann ÍBV, 28:24, í síðasta leik en tapaði fyrir HK og Fram þar á undan.
0 Textalýsing
Ormoz hefur ekki átt gott tímabil í Slóveníu því liðið er í 10. sæti af 12 liðum í efstu deild þar í landi með 11 stig eftir 19 leiki.
0 Textalýsing
Haukar eru í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar hér heima með 20 stig eftir 17 leiki.
0 Textalýsing
Góðan dag og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Hauka og Ormoz frá Slóveníu í fyrri leik liðanna í sex­tán liða úr­slit­um Evrópubikars karla í handbolta.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Mads Dahlby Fremstad og Jörgen Jorstad, Noregi

Gangur leiksins: 3:2, 6:3, 10:5, 11:7, 13:8, 17:11, 19:15, 21:16, 23:19, 25:20, 26:22, 31:23.

Lýsandi: Jóhann Ingi Hafþórsson

Völlur: Ásvellir

Haukar: Vilius Rasimas (M), Aron Rafn Eðvarðsson (M). Geir Guðmundsson, Adam Haukur Baumruk, Brynjólfur Snær Brynjólfsson, Guðmundur Hólmar Helgason, Sigurður Snær Sigurjónsson, Hergeir Grímsson, Össur Haraldsson, Freyr Aronsson, Skarphéðinn Ívar Einarsson, Hinrik Hugi Heiðarsson, Birkir Snær Steinsson, Ásgeir Bragi Þórðarson, Þráinn Orri Jónsson, Andri Fannar Elísson.

Ormoz: Filip Ranfl (M), Tomislav Balent (M). Jan Mlac-Cerne, Aljosa Munda, David Bogadi, Tadej Sok, Sebastijan Vincek, Lucian Bura, Teo Sulek, Gasper Hebar, Jure Lukman, Luka Ude-Tkalcec, Zan Korze Lesjak, Gasper Pungartnik, Luka Trojko, Filip Jerenec.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert