Haukarnir sterkari í grannaslagnum

Hergeir Grímsson úr Haukum sækir að marki Stjörnunnar í kvöld.
Hergeir Grímsson úr Haukum sækir að marki Stjörnunnar í kvöld. mbl.is/Karítas

Stjarn­an og Hauk­ar átt­ust við í 18. um­ferð Íslands­móts karla í hand­bolta í kvöld og enduðu leik­ar með sigri Hauka­manna 29:23. Leikið var í Mýr­inni í Garðabæ.

Eft­ir leik­inn eru Hauk­ar með 22 stig eft­ir 18 leiki en Stjarn­an er með 18 stig eft­ir 18 leiki.

Leik­ur­inn byrjaði ansi ró­lega fyr­ir bæði lið í kvöld og var staðan 2:0 fyr­ir Stjörn­una eft­ir tæp­lega 9 mín­útna leik.

Hauk­ar skoruðu sitt fyrsta mark í leikn­um eft­ir 10 mín­út­ur og 42 sek­únd­ur og var þá staðan 4:1 fyr­ir Stjörn­unni. Eft­ir þetta fóru mörk­in að koma örar.

Þegar kort­er var búið af leikn­um var staðan 7:3 fyr­ir Stjörn­una og Hauka­menn í stök­ustu vand­ræðum með að opna vörn Stjörn­unn­ar. Þá tók Ásgeir Örn Hall­gríms­son þjálf­ari Hauka leik­hlé og virt­ist sem hann veitti leik­mönn­um sín­um al­vöru hár­blást­ur.

Hvað sem Ásgeir Örn sagði eða gerði í þessu leik­hléi þá virkaði það. Hauk­ar unnu sig inn leik­inn, jöfnuðu í stöðunni 7:7 og náðu for­ystu 9:8. Eft­ir þetta voru það Hauka­menn sem leiddu leik­inn og fór svo að þeir náðu mest þriggja marka for­skoti.

Staðan í hálfleik var 14:12 fyr­ir Hauka eft­ir ansi furðulega byrj­un.

Ísak Logi Ein­ars­son skoraði 3 mörk fyr­ir Stjörn­una í fyrri hálfleik og Adam Thor­sten­sen varði 4 skot. Í liði Hauka skoraði Her­geir Gríms­son 3 mörk en Vilius Rasimas átti stór­leik í marki Hauka í fyrri hálfleik og varði 9 skot og má með sanni þakka hon­um fyr­ir for­skot Hauka í hálfleik.

Hauk­ar skoruðu fyrstu tvö mörk seinni hálfleiks og komust fjór­um mörk­um yfir í stöðunni 16:12. Stjörnu­menn gáf­ust ekki upp og átti Sig­urður Dan Óskars­son mik­inn þátt í því að Stjörnu­menn náðu að vinna sig hægt og bít­andi inn í leik­inn. Þegar stund­ar­fjórðung­ur var eft­ir af leikn­um var staðan 21:19 fyr­ir Hauka.

Markverðir beggja liða áttu frá­bær­an seinni hálfleik og vörðu hvað eft­ir annað. Þegar 11 mín­út­ur voru eft­ir af leikn­um var Vilius Rasimas með 17 skot var­in fyr­ir Hauka og þeir Adam Thor­sten­sen og Sig­urður Dan Óskars­son með sam­tals 11 skot var­in. 

Hauk­ar bættu krafti í sinn leik þegar líða tók á seinni hálfleik og fóru að byggja upp for­skot aft­ur. Þegar tæp­lega 5 mín­út­ur voru eft­ir af leikn­um var staðan 26:20 fyr­ir Hauka og sig­ur­inn unn­inn fyr­ir gest­ina.

Stjarn­an tók leik­hlé til að ráða ráðum sín­um en allt kom fyr­ir ekki og Hauk­ar unnu sterk­an útisig­ur á Stjörn­unni 29:23.

Tandri Már Kon­ráðsson skoraði 5 mörk, þar af 4 úr vít­um fyr­ir Stjörn­una. Sig­urður Dan Óskars­son varði 8 skot og Adam Thor­sten­sen 4.

Hjá Hauk­um skoraði Össur Har­alds­son 6 mörk. Maður leiks­ins í kvöld var klár­lega Vilius Rasimas en hann varði 19 skot. Aron Rafn Eðvarðsson varði 1 víta­skot.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Stjarn­an 23:29 Hauk­ar opna loka
Tandri Már Konráðsson - 5 / 4
Ísak Logi Einarsson - 5
Hans Jörgen Ólafsson - 4
Jóel Bernburg - 3
Daníel Karl Gunnarsson - 2
Pétur Árni Hauksson - 1
Sveinn Andri Sveinsson - 1
Benedikt Marinó Herdísarson - 1
Jóhannes Bjørgvin - 1
Mörk 6 - Össur Haraldsson
5 - Hergeir Grímsson
4 - Geir Guðmundsson
3 - Adam Haukur Baumruk
3 - Þráinn Orri Jónsson
2 / 1 - Andri Fannar Elísson
2 - Brynjólfur Snær Brynjólfsson
2 - Hinrik Hugi Heiðarsson
1 - Birkir Snær Steinsson
1 - Vilius Rasimas
Sigurður Dan Óskarsson - 8
Adam Thorstensen - 4
Varin skot 19 - Vilius Rasimas
1 / 1 - Aron Rafn Eðvarðsson

6 Mín

Brottvísanir

8 Mín

mín.
60 Leik lokið
60 23 : 29 - Daníel Karl Gunnarsson (Stjarnan) skoraði mark
Sárabótamark.
60 22 : 29 - Brynjólfur Snær Brynjólfsson (Haukar) skoraði mark
59 22 : 28 - Ísak Logi Einarsson (Stjarnan) skoraði mark
59 21 : 28 - Adam Haukur Baumruk (Haukar) skoraði mark
59 Stjarnan tapar boltanum
58 21 : 27 - Þráinn Orri Jónsson (Haukar) skoraði mark
58 21 : 26 - Daníel Karl Gunnarsson (Stjarnan) skoraði mark
57 Stjarnan tekur leikhlé
Svo sem óþarfi. Þessum leik er lokið.
57 20 : 26 - Vilius Rasimas (Haukar) skoraði mark
57 Stjarnan tapar boltanum
56 20 : 25 - Þráinn Orri Jónsson (Haukar) skoraði mark
55 Stjarnan tapar boltanum
55 20 : 24 - Þráinn Orri Jónsson (Haukar) skoraði mark
54 20 : 23 - Tandri Már Konráðsson (Stjarnan) skorar úr víti
54 Skarphéðinn Ívar Einarsson (Haukar) fékk 2 mínútur
54 Jóel Bernburg (Stjarnan) fiskar víti
54 Vilius Rasimas (Haukar) varði skot
Ver i innkast. Hann virðist vera búinn að loka markinu. Yfir 50% markvarsla hjá Haukum í kvöld.
53 19 : 23 - Birkir Snær Steinsson (Haukar) skoraði mark
52 Vilius Rasimas (Haukar) varði skot
51 Haukar tapar boltanum
50 Aron Rafn Eðvarðsson (Haukar) ver víti
Aron Rafn mætir í markið og steindrepur þetta víti hjá Tandra.
50 Hans Jörgen Ólafsson (Stjarnan) fiskar víti
50 Össur Haraldsson (Haukar) fékk 2 mínútur
Ekki sammála þessum dómi. Fær tvær mínútur fyrir að skjóta í andlit Sigurðar Dan. Sigurður Dan hreyfir sig fyrir boltann og fær hann jafn mikið í öxlina og kinnina. Ekki rétt!
50 Aron Rafn Eðvarðsson (Haukar) gult spjald
Fær gult spjald á bekknum.
50 Sigurður Dan Óskarsson (Stjarnan) varði skot
Ver í innkast.
49 Jóel Bernburg (Stjarnan) á skot í slá
Óheppinn. Var í úrvalsfæri og kom boltanum framhjá Vilius.
49 Vilius Rasimas (Haukar) varði skot
Vilius ver boltann upp í rjáfur og Stjarnan fær innkast. 17 skot varin hjá honum.
49 Textalýsing
Markvarslan er búin að vera virkilega góð það sem af er þessum leik. Sigurður Dan og Adam hafa varið samtals 11 skot og Vilius hefur varið 16 skot. Samtals eru 27 skot varin í þessum leik.
49 Stjarnan tekur leikhlé
49 19 : 22 - Brynjólfur Snær Brynjólfsson (Haukar) skoraði mark
48 Vilius Rasimas (Haukar) varði skot
Markverðirnir eiga þennan leik þessa stundina.
47 Sigurður Dan Óskarsson (Stjarnan) varði skot
47 Vilius Rasimas (Haukar) varði skot
46 Sigurður Dan Óskarsson (Stjarnan) varði skot
45 19 : 21 - Ísak Logi Einarsson (Stjarnan) skoraði mark
45 Vilius Rasimas (Haukar) varði skot
Ver í innkast. Stjarnan heldur boltanum.
44 Haukar tapar boltanum
43 Sigurður Dan Óskarsson (Stjarnan) varði skot
Ver í innkast. Haukar enn með boltann.
42 Stjarnan tapar boltanum
42 Sigurður Dan Óskarsson (Stjarnan) varði skot
42 18 : 21 - Tandri Már Konráðsson (Stjarnan) skorar úr víti
41 Jóel Bernburg (Stjarnan) fiskar víti
41 17 : 21 - Össur Haraldsson (Haukar) skoraði mark
41 Stjarnan tapar boltanum
Mér fannst þetta nú vera aukakast.
40 17 : 20 - Össur Haraldsson (Haukar) skoraði mark
39 17 : 19 - Jóel Bernburg (Stjarnan) skoraði mark
Stjörnumenn eru að raða inn mörkunum af línunni.
39 Haukar tapar boltanum
38 16 : 19 - Jóel Bernburg (Stjarnan) skoraði mark
37 15 : 19 - Andri Fannar Elísson (Haukar) skorar úr víti
Haukar með fjögurra marka forskot í fyrsta sinn í leiknum.
37 Hergeir Grímsson (Haukar) fiskar víti
37 Vilius Rasimas (Haukar) varði skot
37 15 : 18 - Össur Haraldsson (Haukar) skoraði mark
36 15 : 17 - Hans Jörgen Ólafsson (Stjarnan) skoraði mark
36 Geir Guðmundsson (Haukar) skýtur framhjá
35 14 : 17 - Hans Jörgen Ólafsson (Stjarnan) skoraði mark
35 13 : 17 - Hergeir Grímsson (Haukar) skoraði mark
34 13 : 16 - Jóel Bernburg (Stjarnan) skoraði mark
33 12 : 16 - Geir Guðmundsson (Haukar) skoraði mark
33 Vilius Rasimas (Haukar) varði skot
33 Vilius Rasimas (Haukar) varði skot
Ver í innkast. Stjarnan heldur boltanum.
33 Sigurður Dan Óskarsson (Stjarnan) varði skot
33 Vilius Rasimas (Haukar) varði skot
32 Sigurður Dan Óskarsson (Stjarnan) varði skot
32 Stjarnan tapar boltanum
31 12 : 15 - Hinrik Hugi Heiðarsson (Haukar) skoraði mark
Haukar skora fyrsta mark seinni hálfleiks.
31 Seinni hálfleikur hafinn
Haukamenn byrja seinni hálfleikinn.
30 Hálfleikur
30 Sigurður Dan Óskarsson (Stjarnan) varði skot
30 12 : 14 - Tandri Már Konráðsson (Stjarnan) skoraði mark
30 Sigurður Snær Sigurjónsson (Haukar) á skot í slá
Óheppinn. Setur boltann í gólfið og upp í slána.
29 Stjarnan tapar boltanum
Geir stelur síðan boltanum.
29 11 : 14 - Geir Guðmundsson (Haukar) skoraði mark
Haukarnir voru komnir í vesen og voru ekki að ná að opna. Geir setti þá bara alvöru undirhandarsleggju sem söng í netinu.
28 Sveinn Andri Sveinsson (Stjarnan) fékk 2 mínútur
Hans önnur brottvísun. Nú þarf hann að passa sig.
27 11 : 13 - Sveinn Andri Sveinsson (Stjarnan) skoraði mark
27 Guðmundur Hólmar Helgason (Haukar) fékk 2 mínútur
26 Haukar tapar boltanum
26 Vilius Rasimas (Haukar) varði skot
25 10 : 13 - Geir Guðmundsson (Haukar) skoraði mark
25 10 : 12 - Jóhannes Bjørgvin (Stjarnan) skoraði mark
24 9 : 12 - Adam Haukur Baumruk (Haukar) skoraði mark
Adam stillir sér upp vinstra megin, fær boltann frá Hinrik Huga, stekkur upp og neglir boltanum í markið.
24 Stjarnan tapar boltanum
23 9 : 11 - Hergeir Grímsson (Haukar) skoraði mark
Þetta var sturlað mark hjá Hergeiri. Fer inn úr vinstra horninu og snýr boltann upp í vinkilinn fjær. Þetta á nú ekki að vera hægt.
22 9 : 10 - Ísak Logi Einarsson (Stjarnan) skoraði mark
22 Vilius Rasimas (Haukar) varði skot
Aftur ver Vilius en Stjarnan nær frákastinu og sækir aftur.
22 Stjarnan tekur leikhlé
Nú er það Hrannar þjálfari Stjörnunnar sem tekur leikhlé. Það hafa heldur betur orðið kaflaskipti hér. Stjarnan var 4:0 yfir. Haukar skoruðu sitt fyrsta mark eftir tæplega 11 mínútur og eru núna komnir mðe 10 mörk gegn 8 Stjörnunnar.
21 8 : 10 - Andri Fannar Elísson (Haukar) skoraði mark
21 Vilius Rasimas (Haukar) varði skot
20 8 : 9 - Hergeir Grímsson (Haukar) skoraði mark
Haukar eru komnir yfir.
20 Sveinn Andri Sveinsson (Stjarnan) fékk 2 mínútur
20 Benedikt Marinó Herdísarson (Stjarnan) skýtur yfir
Haukar geta nú náð forystunni.
19 8 : 8 - Hergeir Grímsson (Haukar) skoraði mark
18 Tandri Már Konráðsson (Stjarnan) fékk 2 mínútur
Tandri fór ansi illa í Adam Hauk og er stálheppinn að vera ennþá með í þessum leik og sleppa bara við tvær mínútur.
18 8 : 7 - Benedikt Marinó Herdísarson (Stjarnan) skoraði mark
17 7 : 7 - Össur Haraldsson (Haukar) skoraði mark
Össur með tvö hraðaupphlaupsmörk á hálfri mínútur og jafnar fyrir Hauka!
17 Stjarnan tapar boltanum
17 7 : 6 - Össur Haraldsson (Haukar) skoraði mark
17 Stjarnan tapar boltanum
16 7 : 5 - Hinrik Hugi Heiðarsson (Haukar) skoraði mark
16 Stjarnan tapar boltanum
15 7 : 4 - Geir Guðmundsson (Haukar) skoraði mark
15 Haukar tekur leikhlé
Ásgeir Örn er kolbrjálaður við sína menn í þessu leikhléi og ég ætla bara að segja það, Haukamenn hafa unnið sér hressilega inn fyrir hárblásaranum frá Ásgeiri.
15 Adam Thorstensen (Stjarnan) varði skot
Ver frá Össuri og boltinn fer upp í þakið og innkast dæmt.
15 7 : 3 - Hans Jörgen Ólafsson (Stjarnan) skoraði mark
14 6 : 3 - Adam Haukur Baumruk (Haukar) skoraði mark
14 6 : 2 - Ísak Logi Einarsson (Stjarnan) skoraði mark
14 5 : 2 - Össur Haraldsson (Haukar) skoraði mark
13 Vilius Rasimas (Haukar) varði skot
6 skot varin hjá Vilius sem er að sjá til þess að Haukar eru ekki niðurlægðir hér í upphafi leiks.
13 Haukar tapar boltanum
Haukum gengur ekkert í sókninni.
12 5 : 1 - Hans Jörgen Ólafsson (Stjarnan) skoraði mark
11 4 : 1 - Hergeir Grímsson (Haukar) skoraði mark
Eftir 10 mínútur og 42 sekúndur kemur fyrsta mark Hauka í leiknum.
10 4 : 0 - Tandri Már Konráðsson (Stjarnan) skorar úr víti
10 Sveinn Andri Sveinsson (Stjarnan) fiskar víti
10 Adam Thorstensen (Stjarnan) varði skot
9 3 : 0 - Pétur Árni Hauksson (Stjarnan) skoraði mark
9 Skarphéðinn Ívar Einarsson (Haukar) fékk 2 mínútur
9 Haukar tapar boltanum
8 Vilius Rasimas (Haukar) varði skot
7 Textalýsing
6:35 búnar af leiknum og staðan er 2:0 fyrir Stjörnuna. Haukar ekki enn búnir að skora.
7 Haukar tapar boltanum
7 Stjarnan tapar boltanum
7 Haukar tapar boltanum
6 Vilius Rasimas (Haukar) varði skot
Aftur ver Vilius! Hann er að bjarga því sem bjargað verður hér í upphafi fyrir Hauka sem virðast ekki geta skorað!
6 Vilius Rasimas (Haukar) varði skot
6 Adam Thorstensen (Stjarnan) varði skot
5 2 : 0 - Tandri Már Konráðsson (Stjarnan) skorar úr víti
5 Guðmundur Hólmar Helgason (Haukar) gult spjald
5 Ísak Logi Einarsson (Stjarnan) fiskar víti
4 Adam Thorstensen (Stjarnan) varði skot
4 Stjarnan tapar boltanum
4 Haukar tapar boltanum
4 1 : 0 - Ísak Logi Einarsson (Stjarnan) skoraði mark
3 Andri Fannar Elísson (Haukar) skýtur framhjá
2 Tandri Már Konráðsson (Stjarnan) gult spjald
2 Vilius Rasimas (Haukar) varði skot
1 Birkir Snær Steinsson (Haukar) skýtur framhjá
1 Vilius Rasimas (Haukar) varði skot
1 Leikur hafinn
Heimamenn byrja leikinn.
0 Textalýsing
Leikmenn eru að fá kynningu frá vallarþuli. Það er ansi fámennt hér á heimavelli Stjörnunnar. Menn og konur kenna vetrarfríi um. Það skiptir engu máli því allir geta fylgst með gangi mála hér í þessari textalýsingu.
0 Textalýsing
Rétt rúmlega 30 mínútur í að leikurinn hefjist og liðin eru byrjuð að hita upp. Við á mbl.is fylgjumst með gangi mála og höldum ykkur upplýstum í þráðbeinni textalýsingu.
0 Textalýsing
Stjarnan byrjaði árið á því að gera jafntefli við FH og vinna síðan bæði Fjölni og Gróttu. Stjarnan taplaus í deildinni eftir áramót og ætla sér eflaust að halda þeim titli í kvöld.
0 Textalýsing
Haukar byrjuðu nýja árið með tveimur sárum töpum gegn Fram og HK áður en liðið átti flottan leik gegn ÍBV í síðustu viku á Ásvöllum og unnu. Haukar unnu síðan slóvenska liðið Ormoz með 9 marka mun 32:23. Haukar vonast til að geta haldið sigurgöngu sinni áfram hér í Garðabæ.
0 Textalýsing
Liðin áttust síðast við þann 16 október s.l. í deildinni og enduðu leikar þá með jafntefli 20:20 í Hafnarfirði.
0 Textalýsing
Það er mikið álag á Haukum í febrúar en liðið lék evrópuleik á laugardaginn og fara síðan til Slóveníu snemma í fyrramálið. Áður en það gerist leika Haukamenn við Stjörnuna hér í Garðabænum.
0 Textalýsing
Haukar eru í fimmta sæti með 20 stig en Stjarnan er með 18 stig í sætinu fyrir neðan.
0 Textalýsing
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Hauka í Íslandsmóti karla í handbolta. Leikurinn er hluti af 18. umferð deildarinnar.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Árni Snær Magnússon og Þorvar Bjarmi Harðarson

Gangur leiksins: 2:0, 4:0, 7:4, 8:9, 10:13, 12:14, 14:17, 17:20, 19:21, 19:22, 20:24, 23:29.

Lýsandi: Jón Kristinn Jónsson

Völlur: Mýrin

Stjarnan: Sigurður Dan Óskarsson (M), Adam Thorstensen (M). Sveinn Andri Sveinsson, Jóhannes Bjørgvin, Rytis Kazakevicius, Patrekur Þór Öfjörð, Hrannar Bragi Eyjólfsson, Tandri Már Konráðsson, Ísak Logi Einarsson, Sigurður Jónsson, Pétur Árni Hauksson, Jóel Bernburg, Hans Jörgen Ólafsson, Jón Ásgeir Eyjólfsson, Daníel Karl Gunnarsson, Benedikt Marinó Herdísarson.

Haukar: Vilius Rasimas (M), Aron Rafn Eðvarðsson (M). Geir Guðmundsson, Adam Haukur Baumruk, Brynjólfur Snær Brynjólfsson, Guðmundur Hólmar Helgason, Sigurður Snær Sigurjónsson, Hergeir Grímsson, Össur Haraldsson, Freyr Aronsson, Skarphéðinn Ívar Einarsson, Hinrik Hugi Heiðarsson, Birkir Snær Steinsson, Ásgeir Bragi Þórðarson, Þráinn Orri Jónsson, Andri Fannar Elísson.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert