Fram í úrslit eftir framlengda spennu

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson sækir að marki Aftureldingar í kvöld. Blær …
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson sækir að marki Aftureldingar í kvöld. Blær Hinriksson verst honum. mbl.is/Árni Sæberg

Fram mæt­ir Stjörn­unni í úr­slit­um bik­ar­keppni karla í hand­bolta eft­ir sig­ur á Aft­ur­eld­ingu, 36:33, í mögnuðum í seinni undanúr­slita­leik á Ásvöll­um í Hafnar­f­irði í kvöld. Réðust úr­slit­in í fram­leng­ingu. Fram lék síðast til úr­slita árið 2021 en tapaði þá fyr­ir Val, 29:22.

Fram­ar­ar byrjuðu með lát­um og skoruðu fjög­ur fyrstu mörk­in á fyrstu fimm mín­út­un­um. Aft­ur­eld­ing svaraði vel og jafnaði í 5:5.

Framliðið tók hins veg­ar aft­ur frum­kvæðið í kjöl­farið, komst í 8:5 og var 1-3 mörk­um yfir það sem eft­ir lifði hálfleiks­ins.

Munaði þrem­ur mörk­um í hálfleik í stöðunni 19:16. Markverðir beggja liða vörðu vel, þrátt fyr­ir mörg mörk í hröðum og skemmti­leg­um leik.

Aft­ur­eld­ing minnkaði mun­inn í eitt mark eft­ir tíu mín­út­ur í seinni hálfleik, 22:21. Var mun­ur­inn áfram eitt mark þegar seinni hálfleik­ur var hálfnaður, 24:23. Ívar Logi Styrmis­son skoraði næsta mark á 49. mín­útu og kom Fram í 25:23.

Mos­fell­ing­ar svöruðu vel og jöfnuðu í 26:26 þegar níu mín­út­ur voru eft­ir. Var það í fyrsta skipti sem staðan var jöfn frá því í stöðunni 5:5.

Fram svaraði með næstu tveim­ur mörk­um og var staðan 28:26 þegar rúm­ar sjö mín­út­ur voru til leiks­loka. Mun­ur­inn var svo þrjú mörk, 29:26, þegar fimm mín­út­ur voru til leiks­loka.

Aft­ur­eld­ing skoraði tvö snögg mörk í kjöl­farið og minnkaði mun­inn í eitt mark, 29:28, og Harri Hall­dórs­son jafnaði í 29:29 þegar rúm­ar tvær mín­út­ur voru eft­ir.

Árni Bragi Eyj­ólfs­son kom Aft­ur­eld­ingu svo í 30:29 þegar 30 sek­únd­ur voru eft­ir. Var það í fyrsta skipti í öll­um leikn­um sem Mos­fell­ing­ar komust yfir. Það dugði ekki til sig­urs í venju­leg­um leiktíma því Dag­ur Fann­ar Möller jafnaði fyr­ir Fram fimm sek­únd­um fyr­ir leiks­lok og því var fram­lengt.

Fram var marki yfir eft­ir fyrri hluta fram­leng­ing­ar­inn­ar, 33:32. Fram­ar­ar komust svo í 35:32 í upp­hafi seinni hlut­ans. Tókst Aft­ur­eld­ingu ekki að jafna eft­ir það.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Fram 36:33 Aft­ur­eld­ing opna loka
Reynir Þór Stefánsson - 8
Ívar Logi Styrmisson - 7 / 1
Dagur Fannar Möller - 5
Eiður Rafn Valsson - 4
Rúnar Kárason - 4
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson - 4
Magnús Öder Einarsson - 1
Erlendur Guðmundsson - 1
Tryggvi Garðar Jónsson - 1
Arnór Máni Daðason - 1
Mörk 11 / 2 - Blær Hinriksson
9 / 2 - Birgir Steinn Jónsson
5 - Árni Bragi Eyjólfsson
3 - Harri Halldórsson
2 - Kristján Ottó Hjálmsson
2 - Stefán Magni Hjartarson
1 - Ihor Kopyshynskyi
Arnór Máni Daðason - 13
Breki Hrafn Árnason - 8 / 2
Varin skot 22 - Einar Baldvin Baldvinsson
1 / 1 - Brynjar Vignir Sigurjónsson

6 Mín

Brottvísanir

6 Mín

mín.
70 Leik lokið
Fram spilar við Stjörnuna í úrslitum eftir framlengingu og mikið fjör!
70 Breki Hrafn Árnason (Fram) varði skot
Og hann líka!
70 36 : 33 - Þorsteinn Gauti Hjálmarsson (Fram) skoraði mark
Er að kára þetta fyrir Fram!
69 Breki Hrafn Árnason (Fram) varði skot
Frá Kopyshynskyi sem var í úrvalsfæri í horninu. Úkraínumaðurinn ekki að eiga sinn besta leik. Mínúta eftir og Fram tveimur yfir og með boltann.
69 Einar Baldvin Baldvinsson (Afturelding) varði skot
Frá Þorsteini.
69 Breki Hrafn Árnason (Fram) varði skot
Frá Birgi. Afturelding vill aukakast en fær ekki.
67 Dagur Fannar Möller (Fram) fékk 2 mínútur
Ýtir Birgi í loftinu. Höndin var komin upp og Birgir var að skjóta í vörnina. Dýrkeypt.
67 Einar Baldvin Baldvinsson (Afturelding) varði skot
Afturelding getur minnkað þetta í eitt mark aftur.
67 Textalýsing
Ekkert að þessu segja dómararnir og við höldum áfram.
67 Textalýsing
Dómararnir ætla að skoða í VAR hvers vegna Blær lenti svona illa.
67 35 : 33 - Blær Hinriksson (Afturelding) skoraði mark
Steinliggur eftir að hann skorar. Vonandi bara krampi.
67 35 : 32 - Eiður Rafn Valsson (Fram) skoraði mark
Stelur boltanum í vörninni og skorar yfir allan völlinn! Vel gert, Eiður!
66 34 : 32 - Þorsteinn Gauti Hjálmarsson (Fram) skoraði mark
Skot langt fyrir utan. Kom Mosfellingum á óvart.
66 Seinni hálfleikur hafinn
Fram getur náð tveggja marka forskoti á ný.
65 Hálfleikur
Framarar marki yfir og byrja með boltann í seinni hlutanum.
65 33 : 32 - Birgir Steinn Jónsson (Afturelding) skoraði mark
Boltinn í gólfið og boltinn lekur inn. Á allra síðustu sekúndum fyrri hlutans.
60 33 : 31 - Rúnar Kárason (Fram) skoraði mark
Einar ver boltann inn. Tíu sek eftir af fyrri hlutanum.
65 Breki Hrafn Árnason (Fram) varði skot
Skot í vörnina og boltinn er að leka í hornið en Breki kastar sér á eftir honum og ver glæsilega.
64 32 : 31 - Reynir Þór Stefánsson (Fram) skoraði mark
Eftir lengstu sókn sem sést hefur í langan tíma. Hans áttunda mark.
64 Einar Baldvin Baldvinsson (Afturelding) varði skot
Aftur frá Rúnari en nú nær Dagur frákastinu og Fram heldur enn boltanum. Kominn með 20 skot varin.
63 Einar Baldvin Baldvinsson (Afturelding) varði skot
Frá Rúnari. Svo dæmd lína á Aftureldingu og Fram heldur boltanum.
62 31 : 31 - Blær Hinriksson (Afturelding) skorar úr víti
Hans tíunda mark. Stórleikur.
62 Harri Halldórsson (Afturelding) fiskar víti
Framarar verjast innan teigs.
61 31 : 30 - Reynir Þór Stefánsson (Fram) skoraði mark
Eldsnöggt og fast skot af gólfinu.
61 Afturelding tapar boltanum
Misheppnuð fyrsta sókn.
61 Leikur hafinn
Afturelding byrjar framlenginguna í sókn.
60 Leik lokið
Mosfellingar ná ekki skoti á markið og það er framlengt! Tvisvar fimm.
60 Afturelding tekur leikhlé
Fimm sekúndur eftir. Annað hvort skorar Afturelding sigurmark á augabragði eða við fáum framlengingu.
60 30 : 30 - Dagur Fannar Möller (Fram) skoraði mark
FIMM SEKÚNDUM FYRIR LEIKSLOK! Losnar á línunni.
60 Fram tekur leikhlé
Nú þarf heldur betur gott leikhlé. Sléttar 30 sekúndur eftir og Framarar eru slegnir.
60 29 : 30 - Árni Bragi Eyjólfsson (Afturelding) skoraði mark
Hraðaupphlaup og Afturelding yfir í fyrsta skipti, 30 sekúndum fyrir leikslok. Jahérna hér!
59 Breki Hrafn Árnason (Fram) varði skot
Frá Blæ og nú geta Framarar komist yfir. Mínúta eftir!
58 Einar Baldvin Baldvinsson (Afturelding) varði skot
Afturelding getur komist yfir í fyrsta skipti í kvöld. Þvílíkur tímapunktur sem það yrði.
58 29 : 29 - Harri Halldórsson (Afturelding) skoraði mark
Gegnumbrot og það er allt jafnt! Tvær og hálf eftir.
57 Brynjar Vignir Sigurjónsson (Afturelding) ver víti
Kemur inn á og ver frá Ívari! Afturelding getur jafnað. Jeminn hvað þetta breytist fljótt.
57 Þorsteinn Gauti Hjálmarsson (Fram) fiskar víti
Bakhrinding í færinu.
57 29 : 28 - Árni Bragi Eyjólfsson (Afturelding) skoraði mark
Hraðaupphlaup og þetta er svo sannarlega hvergi nærri búið!
56 29 : 27 - Blær Hinriksson (Afturelding) skorar úr víti
Heldur Aftureldingu inni í þessu.
56 Harri Halldórsson (Afturelding) fiskar víti
Magnús Öder varðist innan teigs. Þetta verður að fara inn hjá Aftureldingu.
55 29 : 26 - Ívar Logi Styrmisson (Fram) skorar úr víti
Framarar í ansi góðum málum núna.
55 Rúnar Kárason (Fram) fiskar víti
Framarar fara langt með þetta með marki núna.
55 Breki Hrafn Árnason (Fram) varði skot
Blær með neglu en Breki með glæsilega vörslu!
55 Afturelding tekur leikhlé
Mosfellingar vilja ræða saman.
54 Einar Baldvin Baldvinsson (Afturelding) varði skot
Frá Þorsteini Gauta. Slakt skot.
53 Breki Hrafn Árnason (Fram) ver víti
Kemur inn á og ver vítið! Innkoma í lagi í annað sinn í kvöld.
53 Birgir Steinn Jónsson (Afturelding) fiskar víti
Fljótur að kvitta.
53 28 : 26 - Reynir Þór Stefánsson (Fram) skoraði mark
Hraðaupphlaup eftir slaka sendingu hjá Birgi.
52 27 : 26 - Rúnar Kárason (Fram) skoraði mark
Negla fyrir utan í bláhornið fjær.
52 Fram tekur leikhlé
Einar vill ræða við sína menn. Staðan jöfn í fyrsta skipti síðan snemma leiks.
51 26 : 26 - Birgir Steinn Jónsson (Afturelding) skoraði mark
Auðvitað skorar Birgir.
51 Fram tapar boltanum
Afturelding getur jafnað!
51 26 : 25 - Birgir Steinn Jónsson (Afturelding) skoraði mark
Enn ein neglan fyrir utan hjá honum.
50 26 : 24 - Ívar Logi Styrmisson (Fram) skoraði mark
Markahæstur hjá Fram með sex mörk.
50 25 : 24 - Kristján Ottó Hjálmsson (Afturelding) skoraði mark
Galopinn á línunni. Mosfellingar nýttu sér liðsmuninn.
49 Magnús Öder Einarsson (Fram) fékk 2 mínútur
Fyrir alveg rosalega litlar sakir.
49 Þorvaldur Tryggvason (Afturelding) fékk 2 mínútur
Fór í andlitið á Reyni sem steinliggur.
49 25 : 23 - Ívar Logi Styrmisson (Fram) skoraði mark
Glæsilega klárað úr þröngu færi.
49 Arnór Máni Daðason (Fram) varði skot
Kemur í veg fyrir jöfnunarmark.
48 Fram tapar boltanum
Boltinn dæmdur af Rúnari.
48 Harri Halldórsson (Afturelding) skýtur framhjá
Fer illa með gott færi til að jafna.
47 Fram tapar boltanum
Ruðningur á Reyni.
46 Arnór Máni Daðason (Fram) varði skot
Frá Blæ sem náði fínu gegnumbroti.
45 Einar Baldvin Baldvinsson (Afturelding) varði skot
Frá Rúnari og Afturelding getur jafnað!
44 24 : 23 - Blær Hinriksson (Afturelding) skoraði mark
Svarar í sömu mynt.
44 24 : 22 - Rúnar Kárason (Fram) skoraði mark
Skot af gólfinu fyrir utan.
43 23 : 22 - Harri Halldórsson (Afturelding) skoraði mark
Gegnumbrot.
42 23 : 21 - Eiður Rafn Valsson (Fram) skoraði mark
Úr hægra horni.
42 22 : 21 - Árni Bragi Eyjólfsson (Afturelding) skoraði mark
Gegnumbrot og munurinn eitt mark!
41 Einar Baldvin Baldvinsson (Afturelding) varði skot
Grípur boltann! Marel með skotið.
41 22 : 20 - Stefán Magni Hjartarson (Afturelding) skoraði mark
Úr hægra horni.
40 22 : 19 - Arnór Máni Daðason (Fram) skoraði mark
Nú skorar hann yfir allan völlinn!
40 Afturelding tapar boltanum
39 Magnús Öder Einarsson (Fram) skýtur framhjá
Yfir allan völlinn en vel framhjá.
38 Ívar Logi Styrmisson (Fram) á skot í stöng
Setur boltann í fjærstöngina úr fínu færi í horninu.
38 Arnór Máni Daðason (Fram) varði skot
Frá Harra sem var í dauðafæri.
38 Fram tapar boltanum
Ruðningur á Rúnar. Afturelding getur minnkað þetta í eitt mark.
37 Textalýsing
Rúnar og Kopyshynskyi í svakalegri baráttu um frákast sem Rúnar vinnur. Þeir steinliggja báðir í stutta stund og halda síðan áfram.
37 Þorvaldur Tryggvason (Afturelding) fékk 2 mínútur
Togaði örlítið í Reyni. Harður dómur.
36 21 : 19 - Ihor Kopyshynskyi (Afturelding) skoraði mark
Úr vinstra horni. Loksins hans fyrsta mark.
36 Einar Baldvin Baldvinsson (Afturelding) varði skot
36 21 : 18 - Blær Hinriksson (Afturelding) skoraði mark
Orðinn markahæstur með sjö.
36 21 : 17 - Magnús Öder Einarsson (Fram) skoraði mark
Úr miðjunni! Einar ekki nógu snöggur í markið. Afturelding að spila sjö á sex.
36 20 : 17 - Blær Hinriksson (Afturelding) skoraði mark
Gegnumbrot.
35 Arnór Máni Daðason (Fram) skýtur framhjá
Verður aðeins of spenntur eftir vörsluna og reynir skotið yfir völlinn. Vel framhjá.
35 Arnór Máni Daðason (Fram) varði skot
Frá Árna.
34 Einar Baldvin Baldvinsson (Afturelding) varði skot
Frá Reyni.
34 Afturelding tapar boltanum
Misheppnuð sending út í hornið.
33 Einar Baldvin Baldvinsson (Afturelding) varði skot
Frá Degi Fannari.
33 Árni Bragi Eyjólfsson (Afturelding) á skot í stöng
Í litlu jafnvægi.
32 20 : 16 - Þorsteinn Gauti Hjálmarsson (Fram) skoraði mark
Skot fyrir utan.
32 Arnór Máni Daðason (Fram) varði skot
Árni með skot í vörnina og auðvelt fyrir Arnór.
31 Fram tapar boltanum
En heldur honum ekki lengi.
31 Seinni hálfleikur hafinn
Fram byrjar með boltann í seinni.
30 Hálfleikur
Framarar yfir nær allan hálfleikinn. Afturelding jafnaði einu sinni og minnkaði síðan í eitt en Framarar með frumkvæðið.
30 Arnór Máni Daðason (Fram) varði skot
Birgir með skot frá miðju á síðustu sekúndunni.
30 19 : 16 - Dagur Fannar Möller (Fram) skoraði mark
Reynir með glæsilega línusendingu.
30 Fram tekur leikhlé
Fimmtán sekúndur eftir. Einar Jónsson þjálfari Fram ætlar að búa til einhverja fallega lokasókn.
30 18 : 16 - Birgir Steinn Jónsson (Afturelding) skoraði mark
Enn ein neglan fyrir utan.
30 18 : 15 - Dagur Fannar Möller (Fram) skoraði mark
Tekur frákastið með glæsibrag og skorar.
30 Einar Baldvin Baldvinsson (Afturelding) varði skot
29 17 : 15 - Blær Hinriksson (Afturelding) skoraði mark
Negla fyrir utan.
28 17 : 14 - Ívar Logi Styrmisson (Fram) skoraði mark
Úr vinstra horni. Sá nýtir færin sín vel.
28 16 : 14 - Birgir Steinn Jónsson (Afturelding) skoraði mark
Skot fyrir utan. Markahæstur hjá Aftureldingu með fimm.
27 16 : 13 - Dagur Fannar Möller (Fram) skoraði mark
Skot aftur fyrir sig! Glæsilega gert.
27 Magnús Öder Einarsson (Fram) á skot í slá
Í gólfið og í slána. Mosfellingar kasta boltanum svo beint til Framara aftur.
27 15 : 13 - Birgir Steinn Jónsson (Afturelding) skoraði mark
Negla fyrir utan.
25 15 : 12 - Rúnar Kárason (Fram) skoraði mark
Þóttist ætla að gefa hann og þrumaði síðan í netið.
25 Arnór Máni Daðason (Fram) varði skot
Frá Stefáni Magna.
24 14 : 12 - Reynir Þór Stefánsson (Fram) skoraði mark
Gegnumbrot. Reynir að spila vel.
23 13 : 12 - Birgir Steinn Jónsson (Afturelding) skoraði mark
Boltinn í vörnina og inn. Munurinn aðeins eitt mark.
23 Rúnar Kárason (Fram) á skot í slá
Negla fyrir utan.
22 13 : 11 - Árni Bragi Eyjólfsson (Afturelding) skoraði mark
Arnór í boltanum en hann lekur inn.
21 Tryggvi Garðar Jónsson (Fram) fékk 2 mínútur
Of seinn til baka eftir markið og brýtur af sér.
21 13 : 10 - Tryggvi Garðar Jónsson (Fram) skoraði mark
Einar í boltanum en hann lekur inn.
21 12 : 10 - Blær Hinriksson (Afturelding) skoraði mark
Skot fyrir utan.
20 Einar Baldvin Baldvinsson (Afturelding) varði skot
Max með skotið, beint á Einar.
20 12 : 9 - Blær Hinriksson (Afturelding) skoraði mark
Framarar vilja skref. Dansaði aðeins með boltann.
19 12 : 8 - Reynir Þór Stefánsson (Fram) skoraði mark
Enn nær hann góðu skoti eftir langar og erfiðar sóknir.
18 11 : 8 - Árni Bragi Eyjólfsson (Afturelding) skoraði mark
Gegnumbrot.
18 11 : 7 - Þorsteinn Gauti Hjálmarsson (Fram) skoraði mark
Gegnumbrot og Framarar halda frumkvæðinu.
18 Harri Halldórsson (Afturelding) á skot í stöng
Færið þröngt.
17 10 : 7 - Reynir Þór Stefánsson (Fram) skoraði mark
Glæsilegt skot af gólfinu. Jafnar Ívar Loga með þrjú.
16 Afturelding tapar boltanum
16 Einar Baldvin Baldvinsson (Afturelding) varði skot
Frá Max Emil.
15 9 : 7 - Harri Halldórsson (Afturelding) skoraði mark
Eldsnöggur að svara.
15 9 : 6 - Ívar Logi Styrmisson (Fram) skoraði mark
Úr vinstra horni.
14 Breki Hrafn Árnason (Fram) ver víti
Frá Birgi. Glæsileg varsla og innkoma.
14 Textalýsing
Áður en vítið er tekið ætla dómararnir að skoða VAR-ið. Blær skall í gólfið eftir viðskipti við einn Framarann.
14 Kristján Ottó Hjálmsson (Afturelding) fiskar víti
Nær frákastinu af harðfylgi og víti dæmt.
14 Arnór Máni Daðason (Fram) varði skot
14 Einar Baldvin Baldvinsson (Afturelding) varði skot
Frá Degi Fannari sem reyndi vippu. Slök tilraun.
13 8 : 6 - Kristján Ottó Hjálmsson (Afturelding) skoraði mark
Snöggur að svara.
13 8 : 5 - Dagur Fannar Möller (Fram) skoraði mark
Hraðaupphlaup og Fram aftur þremur yfir.
12 7 : 5 - Ívar Logi Styrmisson (Fram) skoraði mark
Hraðaupphlaup og Framarar aftur skrefi á undan.
11 6 : 5 - Reynir Þór Stefánsson (Fram) skoraði mark
Skot af gólfinu fyrir utan.
10 5 : 5 - Blær Hinriksson (Afturelding) skoraði mark
Af gólfinu og það er allt jafnt!
10 Einar Baldvin Baldvinsson (Afturelding) varði skot
Frá Eiði. Einar að spila mjög vel.
10 5 : 4 - Birgir Steinn Jónsson (Afturelding) skorar úr víti
Laust og lúmskt.
9 Blær Hinriksson (Afturelding) fiskar víti
Gegnumbrot og nær í víti. Vel gert.
9 5 : 3 - Reynir Þór Stefánsson (Fram) skoraði mark
Gott skot fyrir utan.
8 Ihor Kopyshynskyi (Afturelding) fékk 2 mínútur
Fyrir skot í andlit.
8 Arnór Máni Daðason (Fram) varði skot
Ver þetta með andlitinu.
8 Einar Baldvin Baldvinsson (Afturelding) varði skot
Frá Rúnari.
8 Birgir Steinn Jónsson (Afturelding) gult spjald
7 4 : 3 - Blær Hinriksson (Afturelding) skoraði mark
Gegnumbrot og þrjú í röð frá Aftureldingu. Þetta er fljótt að breytast.
7 Arnór Máni Daðason (Fram) varði skot
Þessi líka!
7 Einar Baldvin Baldvinsson (Afturelding) varði skot
Kominn í stuð.
6 4 : 2 - Birgir Steinn Jónsson (Afturelding) skorar úr víti
Tvö í röð frá Mosfellingum.
6 Rúnar Kárason (Fram) gult spjald
6 Blær Hinriksson (Afturelding) fiskar víti
6 Einar Baldvin Baldvinsson (Afturelding) varði skot
Frá Þorsteini.
5 4 : 1 - Stefán Magni Hjartarson (Afturelding) skoraði mark
Úr hægra horni. Loksins!
5 Afturelding tekur leikhlé
Mögnuð byrjun hjá Fram og Mosfellingar vilja ræða málin.
5 4 : 0 - Eiður Rafn Valsson (Fram) skoraði mark
Tekur frákastið og kemur Fram fjórum mörkum yfir!
5 Einar Baldvin Baldvinsson (Afturelding) varði skot
4 Arnór Máni Daðason (Fram) varði skot
Hann ætlar að halda hreinu.
4 3 : 0 - Erlendur Guðmundsson (Fram) skoraði mark
Af línunni. Flott byrjun hjá Fram.
4 Birgir Steinn Jónsson (Afturelding) skýtur framhjá
Gengur illa að skora fyrsta markið.
3 2 : 0 - Eiður Rafn Valsson (Fram) skoraði mark
Hraðaupphlaup.
3 Arnór Máni Daðason (Fram) varði skot
Birgir með skot í vörnina og Arnór sá um rest.
3 Einar Baldvin Baldvinsson (Afturelding) varði skot
Frá Rúnari Kára.
2 Blær Hinriksson (Afturelding) skýtur framhjá
Misheppnað skot fyrir utan.
2 Einar Baldvin Baldvinsson (Afturelding) varði skot
Markverðirnir byrja þetta vel. Taka sitt hvort góða færið.
2 Arnór Máni Daðason (Fram) varði skot
1 1 : 0 - Ívar Logi Styrmisson (Fram) skoraði mark
Hraðaupphlaup eftir að hann stal boltanum í vörninni.
1 Leikur hafinn
Afturelding byrjar með boltann.
0 Textalýsing
Ingólfur Óskarsson er heiðurgestur Framara og Bjarki Sigurðsson heiðursgestur Aftureldingar. Þeir léku báðir með landsliðinu á sínum tíma.
0 Textalýsing
Liðin eru nú kynnt til leiks. Ljósin slökkt og mikil stemning.
0 Textalýsing
Afturelding hefur í tvígang orðið bikarmeistari. 1999 og 2023. Mosfellingar hafa tapað tveimur bikarúrslitaleikjum.
0 Textalýsing
Fram varð bikarmeistari í fyrsta og eina skiptið árið 2000. Framarar hafa ellefu sinnum tapað í bikarúrslitum sem er örugglega met.
0 Textalýsing
Birgir Steinn Jónsson er markahæstur hjá Aftureldingu með 126 mörk. Ihor Kopyshynskyi er með 92.
0 Textalýsing
Reynir Þór Stefánsson er markahæstur hjá Fram í úrvalsdeildinni í vetur með 133 mörk. Ívar Logi Styrmisson er næstur með 80.
0 Textalýsing
Framarar hafa verið sjóðheitir og unnið sjö leiki í röð í öllum keppnum. Afturelding hefur unnið einn af síðustu þremur en á sama tíma aðeins tapað einum af síðustu sjö.
0 Textalýsing
Sigurliðið í þessum leik mætir Stjörnunni í úrslitum en Stjarnan sigraði ÍBV fyrr í kvöld.
0 Textalýsing
Fram vann deildarleik þessara liða 8. febrúar síðastliðinn á heimavelli sínum, 34:32. Afturelding vann heimaleikinn sinn í október, 34:29.
0 Textalýsing
Fram vann Val í átta liða úrslitum, 35:32. Afturelding vann HK, 28:24.
0 Textalýsing
Fram er í öðru sæti úrvalsdeildarinnar með 27 stig og Afturelding í fjórða sæti með 25 stig.
0 Textalýsing
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Fram og Aftureldingu í undanúrslitum bikarkeppni karla í handbolta.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson

Gangur leiksins: 4:1, 5:5, 9:7, 12:9, 15:12, 19:16, 20:16, 22:19, 24:23, 26:24, 29:26, 33:31.33:32,

Lýsandi: Jóhann Ingi Hafþórsson

Völlur: Ásvellir

Fram: Breki Hrafn Árnason (M), Arnór Máni Daðason (M). Rúnar Kárason, Magnús Öder Einarsson, Marel Baldvinsson, Theodór Sigurðsson, Eiður Rafn Valsson, Ólafur Jóhann Magnússon, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, Dagur Fannar Möller, Reynir Þór Stefánsson, Erlendur Guðmundsson, Max Emil Stenlund, Ívar Logi Styrmisson, Arnþór Sævarsson, Tryggvi Garðar Jónsson.

Afturelding: Einar Baldvin Baldvinsson (M), Brynjar Vignir Sigurjónsson (M). Þorvaldur Tryggvason, Harri Halldórsson, Ævar Smári Gunnarsson, Árni Bragi Eyjólfsson, Daníel Bæring Grétarsson, Stefán Magni Hjartarson, Haukur Guðmundsson, Birgir Steinn Jónsson, Blær Hinriksson, Gísli Rúnar Jóhannsson, Sveinur Olafsson, Hallur Arason, Kristján Ottó Hjálmsson, Ihor Kopyshynskyi.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert