Stjarnan í bikarúrslit eftir sigur á ÍBV

Leikmenn Stjörnunnar fagna sigrinum ásamt stuðningsmönnum í kvöld.
Leikmenn Stjörnunnar fagna sigrinum ásamt stuðningsmönnum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarn­an leik­ur til bikar­úr­slita gegn annað hvort Fram eða Aft­ur­eld­ingu eft­ir sig­ur á að því er virt­ist and­laus­um Eyja­mönn­um 34:29 á Ásvöll­um í kvöld. 

Stjörnu­menn byrjuðu leik­inn vel, skoruðu fyrstu tvö mörk leiks­ins og náðu und­ir­tök­un­um í fyrri hálfleik. Eyjanenn voru aldrei langt und­an, minnkuðu mun­inn í 2:1 og var mun­ur­inn 1-2 mörk mest all­an fyrri hálfleik.

Eyja­menn fengu fjöld­an all­an af tæki­fær­um til að jafna og ná for­skoti í leikn­um en tókst ein­ung­is að jafna leik­inn í tvígang í fyrri hálfleik. Það var í stöðunum 15:15 og 16:16.

Eyja­menn gátu kom­ist yfir í stöðunni 16:16 en mistókst og náði Stjarn­an for­skoti 17:16 þegar 23 sek­únd­ur voru eft­ir af fyrri hálfleik. Eyja­menn freistuðu þess að jafna leik­inn en misstu bolt­ann og tókst Stjörnu­mönn­um að skora mark á síðustu sek­úndu fyrri hálfleiks.

Staðan í hálfleik 18:16 í jöfn­um leik.

Andri Erlingsson í strangri gæslu hjá Pétri Árna Haukssyni í …
Andri Erl­ings­son í strangri gæslu hjá Pétri Árna Hauks­syni í kvöld. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Ísak Logi Ein­ars­son skoraði 5 mörk og fiskaði eitt víti í fyrri hálfleik fyr­ir Stjörn­una. Adam Thor­sten­sen byrjaði leik­inn vel í marki Stjörn­unn­ar og varði 4 skot en síðan missti hann takt­inn.

Nökkvi Snær Óðins­son var frá­bær í vinstra horni Eyja­manna og skoraði 4 mörk í fyrri hálfleik eft­ir að Adam hafði varið fyrsta skot leiks­ins frá hon­um. Pavel Mis­kevich varði 6 skot í fyrri hálfleik og Pet­ar Jokanovic varði eitt skot.

Stjörnu­menn byrjuðu seinni hálfleik af krafti, skoruðu tvö fyrstu mörk­in auk þess sem Sig­urður Dan Óskars­son varði fyrsta skot Eyja­manna í seinni hálfleik. 

Stjörnu­menn náðu sex for­skoti í stöðunni 26:20 og leit út fyr­ir að mest­ur vind­ur væri far­inn úr Eyja­mönn­um. Stjarn­an jók for­skotið í 7 marka mun í sötðunni 29:22 og gekk lítið upp hjá Eyja­mönn­um á sama tíma. Markvarsl­an var lít­il sem eng­in á meðan Sig­urður Dan Óskars­son varði nokk­ur mik­il­væg skot fyr­ir Stjörn­una.

Þegar tæp­lega 9 mín­út­ur voru eft­ir af leikn­um var mun­ur­inn orðinn 9 mörk í stöðunni 31:22 og all­ur vind­ur far­inn úr ÍBV. 

Jóhannes Björgvin skýtur að marki í leiknum í kvöld.
Jó­hann­es Björg­vin skýt­ur að marki í leikn­um í kvöld. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Eyja­menn reyndu að minnka mun­inn og búa sér til tæki­færi til að knýja fram fram­leng­ingu en allt kom fyr­ir ekki. Þeim tókst að minnka mun­inn niður í 6 mörk en þá var of lítið eft­ir af leikn­um til að láta kné fylgja kviði. Fór svo að Stjörnu­menn unnu ör­ugg­an 5 marka sig­ur.

Ísak Logi Ein­ars­son skoraði 6 mörk fyr­ir Stjörn­una. Sig­urður Dan Óskars­son varði 6 skot og Adam Thor­sten­sen 4 skot.

Andri Erl­ings­son skoraði 6 mörk, þar af eitt úr víti fyr­ir Eyja­menn. Pavel Mis­kevich varði 8 skot og Pet­ar Jokanovic 4 skot. 

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Stjarn­an 34:29 ÍBV opna loka
Ísak Logi Einarsson - 7
Hans Jörgen Ólafsson - 6
Tandri Már Konráðsson - 5 / 4
Jóhannes Bjørgvin - 4
Pétur Árni Hauksson - 4
Jóel Bernburg - 3
Benedikt Marinó Herdísarson - 3
Sveinn Andri Sveinsson - 1
Jón Ásgeir Eyjólfsson - 1
Mörk 6 / 1 - Andri Erlingsson
4 - Gauti Gunnarsson
4 - Nökkvi Snær Óðinsson
4 - Daniel Vieira
3 - Sigtryggur Daði Rúnarsson
3 - Dagur Arnarsson
2 - Sveinn José Rivera
1 - Gabríel Martinez Róbertsson
1 - Kristófer Ísak Bárðarson
1 - Elís Þór Aðalsteinsson
Sigurður Dan Óskarsson - 6
Adam Thorstensen - 4
Varin skot 8 - Pavel Miskevich
4 - Petar Jokanovic

10 Mín

Brottvísanir

10 Mín

mín.
60 Leik lokið
Stjarnan fer í bikarúrslitaleikinn.
60 Sigurður Dan Óskarsson (Stjarnan) varði skot
59 Petar Jokanovic (ÍBV) varði skot
59 34 : 29 - Kristófer Ísak Bárðarson (ÍBV) skoraði mark
59 34 : 28 - Jóhannes Bjørgvin (Stjarnan) skoraði mark
58 33 : 28 - Andri Erlingsson (ÍBV) skoraði mark
58 Pétur Árni Hauksson (Stjarnan) á skot í slá
57 Tandri Már Konráðsson (Stjarnan) fékk 2 mínútur
57 Sigtryggur Daði Rúnarsson (ÍBV) fékk 2 mínútur
57 Ívar Bessi Viðarsson (ÍBV) fékk 2 mínútur
57 33 : 27 - Gabríel Martinez Róbertsson (ÍBV) skoraði mark
57 Sigurður Dan Óskarsson (Stjarnan) varði skot
Ver í innkast.
57 33 : 26 - Hans Jörgen Ólafsson (Stjarnan) skoraði mark
56 32 : 26 - Elís Þór Aðalsteinsson (ÍBV) skoraði mark
55 Sveinn Andri Sveinsson (Stjarnan) fékk 2 mínútur
55 Petar Jokanovic (ÍBV) varði skot
55 32 : 25 - Dagur Arnarsson (ÍBV) skoraði mark
54 32 : 24 - Ísak Logi Einarsson (Stjarnan) skoraði mark
53 Stjarnan tekur leikhlé
53 31 : 24 - Sigtryggur Daði Rúnarsson (ÍBV) skoraði mark
53 Petar Jokanovic (ÍBV) varði skot
52 31 : 23 - Sigtryggur Daði Rúnarsson (ÍBV) skoraði mark
52 31 : 22 - Hans Jörgen Ólafsson (Stjarnan) skoraði mark
52 ÍBV tapar boltanum
51 30 : 22 - Tandri Már Konráðsson (Stjarnan) skorar úr víti
51 Benedikt Marinó Herdísarson (Stjarnan) fiskar víti
50 Sigurður Dan Óskarsson (Stjarnan) varði skot
50 Pétur Árni Hauksson (Stjarnan) skýtur yfir
49 ÍBV tapar boltanum
Þetta er líklega búið.
48 29 : 22 - Tandri Már Konráðsson (Stjarnan) skorar úr víti
48 Stjarnan (Stjarnan) fiskar víti
46 28 : 22 - Benedikt Marinó Herdísarson (Stjarnan) skoraði mark
46 27 : 22 - Andri Erlingsson (ÍBV) skoraði mark
Baráttumark.
45 ÍBV tekur leikhlé
Eyjamenn taka leikhlé. Sé ekki alveg hvernig Eyjamenn ætla að koma til baka úr þessu. 6 marka munur og 15 min eftir. Það vissulega hægt en það vantar eitthvað upp á stemmninguna hjá Eyjaliðinu þrátt fyrir að stuðningsmenn þeirra séu algjörlega frábærir í stúkunni.
44 27 : 21 - Benedikt Marinó Herdísarson (Stjarnan) skoraði mark
44 Ísak Rafnsson (ÍBV) fékk 2 mínútur
Ég hefði átt að röfla meira. Ísak fær á endanum tvær mínútur.
44 Stjarnan (Stjarnan) gult spjald
Gult spjald á Hrannar þjálfara sem er ósáttur við að ekkert sé dæmt á brot Ísaks á hans manni. Ég er sammála Hrannari. Þetta voru bara tvær mínútur. Ísak Rafnsson fer beint í andlitið á Hans Björgvin.
43 Sigurður Dan Óskarsson (Stjarnan) varði skot
42 Pétur Árni Hauksson (Stjarnan) skýtur yfir
41 26 : 21 - Daniel Vieira (ÍBV) skoraði mark
41 Jón Ásgeir Eyjólfsson (Stjarnan) fékk 2 mínútur
41 26 : 20 - Hans Jörgen Ólafsson (Stjarnan) skoraði mark
40 Sigurður Dan Óskarsson (Stjarnan) varði skot
Virkilega vel varið.
40 25 : 20 - Tandri Már Konráðsson (Stjarnan) skoraði mark
39 Pavel Miskevich (ÍBV) varði skot
Stjarnan heldur boltanum.
38 ÍBV tapar boltanum
Eyjamenn þurfa að fara setja allar vélar í gang ætli þeir sér að eiga möguleika hér í kvöld. Það lítur út eins og Stjörnunni langi þetta miklu meira.
38 Hans Jörgen Ólafsson (Stjarnan) fékk 2 mínútur
38 24 : 20 - Jóel Bernburg (Stjarnan) skoraði mark
35 23 : 20 - Dagur Arnarsson (ÍBV) skoraði mark
35 23 : 19 - Jóhannes Bjørgvin (Stjarnan) skoraði mark
35 22 : 19 - Jóel Bernburg (Stjarnan) skoraði mark
34 21 : 19 - Andri Erlingsson (ÍBV) skorar úr víti
34 Andri Erlingsson (ÍBV) fiskar víti
33 21 : 18 - Jóhannes Bjørgvin (Stjarnan) skoraði mark
33 20 : 18 - Gauti Gunnarsson (ÍBV) skoraði mark
33 Pavel Miskevich (ÍBV) varði skot
32 20 : 17 - Sveinn José Rivera (ÍBV) skoraði mark
32 20 : 16 - Ísak Logi Einarsson (Stjarnan) skoraði mark
Stjörnumenn ætla sér í bikarúrslitaleikinn. Byrja seinni hálfleik með tveimur mörkum í röð.
31 Sigurður Dan Óskarsson (Stjarnan) varði skot
31 19 : 16 - Pétur Árni Hauksson (Stjarnan) skoraði mark
31 Seinni hálfleikur hafinn
30 Hálfleikur
Stjarnan með tveggja marka forskot í hálfleik.
30 18 : 16 - Pétur Árni Hauksson (Stjarnan) skoraði mark
Þetta var nánast flautumark!
30 ÍBV tapar boltanum
30 ÍBV tekur leikhlé
23 sekúndur eftir þegar Eyjamenn taka leikhlé og stilla upp síðustu sókn fyrri hálfleiks.
30 17 : 16 - Jóhannes Bjørgvin (Stjarnan) skoraði mark
Nær frákastinu og skorar.
30 Pavel Miskevich (ÍBV) varði skot
29 ÍBV tapar boltanum
Misheppnuð línusending hjá Eyjamönnum og núna er það Stjarnan sem getur tryggt sér forskot fyrir hálfleik.
29 Pavel Miskevich (ÍBV) varði skot
Eyjamenn geta núna komist yfir!
28 16 : 16 - Gauti Gunnarsson (ÍBV) skoraði mark
Gauti er skotfljótur í hraðaupphlaupið og skorar af öryggi framhjá Sigurði Dan.
28 Stjarnan tapar boltanum
28 ÍBV tapar boltanum
Eyjamenn ná ekki að jafna aftur.
27 16 : 15 - Hans Jörgen Ólafsson (Stjarnan) skoraði mark
Stjörnumenn komnir í erfiða stöðu þegar Hans tekur af skarið og neglir fyrir utan.
26 15 : 15 - Nökkvi Snær Óðinsson (ÍBV) skoraði mark
Það er allt jafnt núna!
26 Pavel Miskevich (ÍBV) varði skot
26 Textalýsing
Sigurður Dan er kominn í markið hjá Stjörnunni.
26 Stjarnan tekur leikhlé
Hrannar tekur leikhlé. Stjarnan samt betri aðilinn hingað til. Hafa mest náð þriggja marka forskoti en núna er það bara eitt mark en eru í sókn.
25 15 : 14 - Gauti Gunnarsson (ÍBV) skoraði mark
Skorar úr hraðaupphlaupi.
25 Stjarnan tapar boltanum
25 15 : 13 - Sveinn José Rivera (ÍBV) skoraði mark
25 15 : 12 - Sveinn Andri Sveinsson (Stjarnan) skoraði mark
24 ÍBV tapar boltanum
24 14 : 12 - Jóel Bernburg (Stjarnan) skoraði mark
Nær frákastinu og skorar.
24 Tandri Már Konráðsson (Stjarnan) á skot í stöng
23 Pavel Miskevich (ÍBV) varði skot
Stjarnan fær aukakast.
22 13 : 12 - Dagur Arnarsson (ÍBV) skoraði mark
Skorar í tómt mark Stjörnunnar. Þægilegt mark.
22 Stjarnan tapar boltanum
22 13 : 11 - Andri Erlingsson (ÍBV) skoraði mark
Frábært mark. Stekkur hátt upp og neglir boltanum í fjærhornið.
21 Benedikt Marinó Herdísarson (Stjarnan) fékk 2 mínútur
21 13 : 10 - Ísak Logi Einarsson (Stjarnan) skoraði mark
Fimm mörk!
21 12 : 10 - Sigtryggur Daði Rúnarsson (ÍBV) skoraði mark
Nær frákastinu og skorar.
21 Sigtryggur Daði Rúnarsson (ÍBV) brennir af víti
20 Sveinn José Rivera (ÍBV) fiskar víti
Réttur dómur.
20 12 : 9 - Jón Ásgeir Eyjólfsson (Stjarnan) skoraði mark
Mesti munurinn í leiknum hingað til.
20 Adam Thorstensen (Stjarnan) varði skot
19 11 : 9 - Pétur Árni Hauksson (Stjarnan) skoraði mark
19 10 : 9 - Andri Erlingsson (ÍBV) skoraði mark
Hnoðar sér í gegnum vörn Stjörnunnar og kemur boltanum í netið.
17 10 : 8 - Ísak Logi Einarsson (Stjarnan) skoraði mark
Besti maður Stjörnunnar hingað til í leiknum.
17 9 : 8 - Nökkvi Snær Óðinsson (ÍBV) skoraði mark
Nökkvi er að fara illa með Adam í horninu.
16 Stjarnan tapar boltanum
15 Gauti Gunnarsson (ÍBV) á skot í stöng
15 Stjarnan tapar boltanum
15 ÍBV tapar boltanum
14 9 : 7 - Tandri Már Konráðsson (Stjarnan) skorar úr víti
14 Daniel Vieira (ÍBV) fékk 2 mínútur
14 Sveinn Andri Sveinsson (Stjarnan) fiskar víti
14 Dagur Arnarsson (ÍBV) skýtur yfir
14 Pavel Miskevich (ÍBV) varði skot
Pavel gefur þeim annan séns með því að verja aftur.
13 ÍBV tapar boltanum
Það virðist ætla að verða þeim erfitt að nýta tækifærin sem gefast til að jafna leikinn.
13 Pavel Miskevich (ÍBV) varði skot
13 8 : 7 - Daniel Vieira (ÍBV) skoraði mark
Mikið skorað núna. Eyjamenn að taka stuttar sóknir og afgreiða þær með marki.
13 8 : 6 - Hans Jörgen Ólafsson (Stjarnan) skoraði mark
12 7 : 6 - Daniel Vieira (ÍBV) skoraði mark
Minnkar strax muninn.
12 7 : 5 - Ísak Logi Einarsson (Stjarnan) skoraði mark
Búinn að skora þrjú mörk og fiska eitt víti.
11 6 : 5 - Nökkvi Snær Óðinsson (ÍBV) skoraði mark
Nú vippar hann yfir Adam.
11 6 : 4 - Pétur Árni Hauksson (Stjarnan) skoraði mark
10 ÍBV tapar boltanum
10 Stjarnan tapar boltanum
10 5 : 4 - Nökkvi Snær Óðinsson (ÍBV) skoraði mark
Plataði Adam svakalega þarna og setti boltann í nær hornið. Þetta var flott!
9 5 : 3 - Ísak Logi Einarsson (Stjarnan) skoraði mark
Tvö mörk og eitt fiskað víti frá honum.
8 4 : 3 - Daniel Vieira (ÍBV) skoraði mark
Eyjamenn eru aldrei að fara gefast upp.
7 4 : 2 - Ísak Logi Einarsson (Stjarnan) skoraði mark
Alvöru hamar beint upp í samskeytin. Stjarnan heldur áfram að leiða leikinn.
7 Adam Thorstensen (Stjarnan) varði skot
Glæsilega varslan af línunni! Þrjú varin skot.
6 Jón Ásgeir Eyjólfsson (Stjarnan) gult spjald
6 Petar Jokanovic (ÍBV) varði skot
5 3 : 2 - Gauti Gunnarsson (ÍBV) skoraði mark
Gauti svífur í lengi í loftinu og skorar úr hægra horninu.
5 3 : 1 - Benedikt Marinó Herdísarson (Stjarnan) skoraði mark
Stjörnumenn refsa með hraðri sókn.
5 Adam Thorstensen (Stjarnan) varði skot
Adam að byrja vel.
4 Stjarnan tapar boltanum
4 2 : 1 - Andri Erlingsson (ÍBV) skoraði mark
Skorar fallegt mark úr algjöru c færi.
3 Sigtryggur Daði Rúnarsson (ÍBV) fékk 2 mínútur
Fyrir brotið á Ísaki Loga.
3 2 : 0 - Tandri Már Konráðsson (Stjarnan) skorar úr víti
Þetta byrjar ansi vel hjá Stjörnunni.
3 Ísak Logi Einarsson (Stjarnan) fiskar víti
3 Adam Thorstensen (Stjarnan) varði skot
2 1 : 0 - Hans Jörgen Ólafsson (Stjarnan) skoraði mark
Fyrsta markið í leiknum er komið!
1 Nökkvi Snær Óðinsson (ÍBV) á skot í stöng
Skot í stöng og þaðan í innkast. Mér sýndist Adam verja en það getur ekki verið þar sem það er Stjarnan sem fær innkastið.
1 Leikur hafinn
Það eru eyjamenn sem byrja leikinn!
0 Textalýsing
Nú heilsast liðin og svo hefst fyrri undanúrslitaleikur hjá körlunum á þessari bikarhelgi sem nú er að hefjast.
0 Textalýsing
Kári Kristján Kristjánsson fyrirliði Eyjamanna er ekki með í kvöld. Hann er að jafna sig eftir heilsubrest en er hluti af starfsliði ÍBV í kvöld.
0 Textalýsing
Nýliðinn Egill Magnússon er í hópnum hjá Stjörnunni í kvöld.
0 Textalýsing
Það er að myndast svakaleg stemmning hér á Ásvöllum. Liðin eru að fá kynningu og Stjörnumenn fá nú kynningu.
0 Textalýsing
mbl.is er mætt hér á Ásvelli og hér er alvöru bikarkvöld framundan. Þegar þessum leik lýkur tekur við leikur Fram og Aftureldingar. Sigurvegarar kvöldsins mætast síðan í úrslitaleik á laugardaginn kl 16.
0 Textalýsing
Bæði lið léku í undanúrslitum bikarsins á síðasta ári. Stjarnan tapaði þá fyrir Valsmönnum sem síðan urðu bikarmeistarar en ÍBV vann Hauka og tapaði síðan fyrir Val í úrslitaleiknum.
0 Textalýsing
Liðin mættust síðan aftur þann 6. desember en þá unnu Garðbæingar í Garðabæ 33:26. Það er því erfitt að geta sér til um hvernig leikurinn í kvöld fer þar sem bæði lið unnu sinn heimaleik. Nú leika liðin á hlutlausum velli hér á Ásvöllum. Við megum eiga von á hörkuleik.
0 Textalýsing
Liðin mættust í deildinni þann 13 september í Vestmannaeyjum og endaði sá leikur með sigri Eyjamanna, 33:31.
0 Textalýsing
ÍBV er í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar með 19 stig. Stjarnan er í sætinu fyrir neðan með einu stigi minna.
0 Textalýsing
Góðan dag og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og ÍBV í undanúrslitum biarkeppni karla í handbolta.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Árni Snær Magnússon og Þorvar Bjarmi Harðarson.

Gangur leiksins: 3:2, 5:4, 9:7, 12:9, 15:14, 18:16, 23:20, 25:20, 27:21, 29:22, 32:25, 34:29.

Lýsandi: Jón Kristinn Jónsson

Völlur: Ásvellir

Stjarnan: Sigurður Dan Óskarsson (M), Adam Thorstensen (M). Sveinn Andri Sveinsson, Jóhannes Bjørgvin, Rytis Kazakevicius, Hrannar Bragi Eyjólfsson, Tandri Már Konráðsson, Ísak Logi Einarsson, Egill Magnússon, Sigurður Jónsson, Pétur Árni Hauksson, Jóel Bernburg, Hans Jörgen Ólafsson, Jón Ásgeir Eyjólfsson, Daníel Karl Gunnarsson, Benedikt Marinó Herdísarson.

ÍBV: Pavel Miskevich (M), Petar Jokanovic (M). Jason Stefánsson, Dagur Arnarsson, Gauti Gunnarsson, Ísak Rafnsson, Andri Erlingsson, Kristófer Ísak Bárðarson, Daniel Vieira, Gabríel Martinez Róbertsson, Ívar Bessi Viðarsson, Sveinn José Rivera, Nökkvi Snær Óðinsson, Sigtryggur Daði Rúnarsson, Róbert Sigurðarson, Elís Þór Aðalsteinsson.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert