Fram í úrslit eftir spennuleik

Hildigunnur Einarsdóttir skýtur að marki í leiknum í kvöld.
Hildigunnur Einarsdóttir skýtur að marki í leiknum í kvöld. mbl.is/Ólafur Árdal

Fram varð rétt í þessu fyrra liðið til að tryggja sér sæti í úr­slit­um bik­ar­keppni kvenna í hand­bolta með sigri á Val, 22:20, í undanúr­slit­um á Ásvöll­um. Fram mæt­ir annað hvort Gróttu eða Hauk­um í úr­slit­um á laug­ar­dag.

Fram byrjaði mun bet­ur og komst í 3:0. Skoraði Val­ur ekki fyrsta markið sitt fyrr en á átt­undu mín­útu. Fram komst svo í 5:1 og Valsliðið var í miklu basli í sókn­ar­leikn­um á meðan Darija Zecevic varði vel í marki Fram.

Þá kom góður kafli hjá Val, sem minnkaði mun­inn í 5:4 og jafnaði síðan í 9:9 þegar skammt var eft­ir af fyrri hálfleik. Val­ur komst yfir í kjöl­farið og var með eins marks for­ystu í hálfleik, 11:10.

Fram byrjaði seinni hálfleik­inn bet­ur og komst í 13:12 í upp­hafi hans. Fram­ar­ar héldu áfram að bæta í og var mun­ur­inn þrjú mörk, 17:14, þegar rúm­ar tíu mín­út­ur voru liðnar af seinni hálfleik.

Valskon­um gekk illa að minnka þann mun næstu mín­út­ur og var staðan 20:17 þegar tíu mín­út­ur voru til leiks­loka. Val­ur neitaði að gef­ast upp og var mun­ur­inn eitt mark, 20:19, þegar fimm mín­út­ur voru eft­ir.

Thea Imani Sturlu­dótt­ir jafnaði svo í 20:20 þegar þrjár mín­út­ur voru til leiks­loka. Kar­en Knúts­dótt­ir kom Fram í 21:20 í næstu sókn og Lena Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir gull­tryggði tveggja marka sig­ur í blá­lok­in.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Fram 22:20 Val­ur opna loka
Alfa Brá Hagalín - 6
Karen Knútsdóttir - 5 / 3
Harpa María Friðgeirsdóttir - 4
Lena Margrét Valdimarsdóttir - 3
Þórey Rósa Stefánsdóttir - 2
Berglind Þorsteinsdóttir - 1
Darija Zecevic - 1
Mörk 5 - Thea Imani Sturludóttir
3 - Elín Rósa Magnúsdóttir
3 / 1 - Þórey Anna Ásgeirsdóttir
3 - Hildur Björnsdóttir
3 - Lovísa Thompson
1 - Sigríður Hauksdóttir
1 - Hildigunnur Einarsdóttir
1 - Ásdís Þóra Ágústsdóttir
Darija Zecevic - 16
Varin skot 14 - Hafdís Renötudóttir

2 Mín

Brottvísanir

2 Mín

mín.
60 Leik lokið
Fram leikur til úrslita á laugardaginn. Andstæðingurinn annað hvort Grótta eða Haukar!
60 22 : 20 - Lena Margrét Valdimarsdóttir (Fram) skoraði mark
Í autt mark Vals!
60 Hafdís Renötudóttir (Valur) varði skot
Frá Ölfu. 30 sekúndur eftir!
59 Darija Zecevic (Fram) varði skot
Neyðarskot frá Lovísu, nánast frá miðju, eftir erfiða sókn. Rúm mínúta eftir.
58 21 : 20 - Karen Knútsdóttir (Fram) skoraði mark
Laumar sér inn á línu og kemur Fram aftur yfir.
57 20 : 20 - Thea Imani Sturludóttir (Valur) skoraði mark
Gegnumbrot og það er allt jafnt!
57 Alfa Brá Hagalín (Fram) á skot í stöng
Valur fær annað tækifæri til að jafna.
56 Darija Zecevic (Fram) varði skot
Neyðarskot frá Theu eftir langa sókn.
56 Kristrún Steinþórsdóttir (Fram) skýtur framhjá
Markið autt en Kristrún skýtur langt framhjá og Valur fær boltann aftur.
55 Lena Margrét Valdimarsdóttir (Fram) skýtur framhjá
Af gólfinu og Valur getur jafnað!
54 Hafdís Renötudóttir (Valur) varði skot
Frá Karen. Þórey Rósa nær frákastinu og Fram heldur boltanum.
54 20 : 19 - Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Valur) skoraði mark
Hraðaupphlaup og munurinn er eitt mark!
54 Hafdís Renötudóttir (Valur) varði skot
Frá Karen.
53 20 : 18 - Elín Rósa Magnúsdóttir (Valur) skoraði mark
Gegnumbrot. Tæp að fá á sig ruðning.
53 Valur tekur leikhlé
Síðasta leikhlé Vals. Þetta er alls ekki búið en Valur þarf að skora næsta mark sem fyrst til að gera þetta meira spennandi.
53 Fram tapar boltanum
Skref á Lenu.
52 Darija Zecevic (Fram) varði skot
Elín með skot í vörnina og auðvelt fyrir markvörðinn.
52 Hafdís Renötudóttir (Valur) varði skot
En ekki núna!
51 Hafdís Renötudóttir (Valur) varði skot
Fram heldur boltanum.
51 Fram tekur leikhlé
Framarar vilja ræða málin. Framliðið í ansi góðri stöðu.
50 20 : 17 - Sigríður Hauksdóttir (Valur) skoraði mark
Vel skotið úr vinstra horni. Munurinn þrjú mörk.
50 Hafdís Renötudóttir (Valur) varði skot
Frá Karen.
49 Darija Zecevic (Fram) varði skot
Frá Theu sem var í dauðafæri. Þetta er farið að líta ansi vel út fyrir Framara.
48 20 : 16 - Lena Margrét Valdimarsdóttir (Fram) skoraði mark
Neyðarskot eftir langa sókn og boltinn syngur í fjær!
48 Alfa Brá Hagalín (Fram) fékk 2 mínútur
Fór í Theu í færinu.
47 19 : 16 - Thea Imani Sturludóttir (Valur) skoraði mark
Svarar strax.
47 19 : 15 - Harpa María Friðgeirsdóttir (Fram) skoraði mark
Ansi þröngt færi en nær að vippa yfir Hafdísi.
47 Valur tapar boltanum
Ruðningur á Elínu.
45 Valur tapar boltanum
Lovísa var komin í gegn en missti boltann. Valskonur vilja eitthvað meira en ekki neitt.
45 Hafdís Renötudóttir (Valur) varði skot
Frá Ölfu og Valur getur minnkað muninn aftur niður í tvö mörk.
44 18 : 15 - Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Valur) skoraði mark
Hraðaupphlaup.
43 Darija Zecevic (Fram) varði skot
Frá Lovísu. Hennar tólfta skot.
42 18 : 14 - Darija Zecevic (Fram) skoraði mark
Yfir allan völlinn í autt mark Vals. Það er meðbyr hjá Fram!
42 Darija Zecevic (Fram) varði skot
42 Valur tekur leikhlé
Framarar verið mun sterkari í seinni og Ágúst vill ræða við sitt lið.
42 17 : 14 - Berglind Þorsteinsdóttir (Fram) skoraði mark
Stelur boltanum í vörninni og skorar í autt markið hinum megin.
41 16 : 14 - Karen Knútsdóttir (Fram) skorar úr víti
Hafdís í boltanum en hann lekur inn.
41 Lena Margrét Valdimarsdóttir (Fram) fiskar víti
40 Hildigunnur Einarsdóttir (Valur) fékk 2 mínútur
Fór of harkalega í Steinunni að mati dómaranna. Fyrsta brottvísun leiksins.
40 Hafdís Renötudóttir (Valur) varði skot
Framarar ná frákastinu.
39 15 : 14 - Lovísa Thompson (Valur) skoraði mark
Gegnumbrot.
39 Lena Margrét Valdimarsdóttir (Fram) skýtur yfir
Fínasta skotfæri en hittir ekki markið.
38 Valur tapar boltanum
Fram getur komist þremur yfir.
38 15 : 13 - Þórey Rósa Stefánsdóttir (Fram) skoraði mark
Nær að lauma boltanum framhjá Hafdísi. Hennar annað mark.
37 14 : 13 - Elín Rósa Magnúsdóttir (Valur) skoraði mark
Kærkomið mark fyrir Val. Gott gegnumbrot.
37 Alfa Brá Hagalín (Fram) á skot í slá
Negla fyrir utan. Óheppin þarna.
35 Darija Zecevic (Fram) varði skot
Frá Elínu og Fram getur komist þremur yfir.
35 14 : 12 - Þórey Rósa Stefánsdóttir (Fram) skoraði mark
Þröngt færi og gerir mjög vel í að skora. Hafdís átti samt að gera betur.
34 Darija Zecevic (Fram) varði skot
Frá Lilju sem var í góðu færi í horninu.
34 13 : 12 - Karen Knútsdóttir (Fram) skorar úr víti
Og Fram kemst yfir á ný!
33 Karen Knútsdóttir (Fram) fiskar víti
Fram getur komist yfir á ný.
33 Darija Zecevic (Fram) varði skot
Mætir í hornið og ver frá Lovísu.
32 12 : 12 - Alfa Brá Hagalín (Fram) skoraði mark
Negla fyrir utan. Enn skorar hún.
32 Lovísa Thompson (Valur) skýtur framhjá
Gott skotfæri en hittir ekki á markið.
31 11 : 12 - Harpa María Friðgeirsdóttir (Fram) skoraði mark
Hafdís í boltanum en hann lekur inn.
31 10 : 12 - Hildigunnur Einarsdóttir (Valur) skoraði mark
Losnar á línunni og skorar sitt fyrsta mark.
31 Seinni hálfleikur hafinn
Valur byrjar með boltann í seinni.
30 Hálfleikur
Valskonur með eins marks forskot í hálfleik, þrátt fyrir að Framarar hafi byrjað mun betur.
30 10 : 11 - Lena Margrét Valdimarsdóttir (Fram) skoraði mark
Skorar beint úr aukakasti eftir að leiktíminn rennur út. Þetta á varla að vera hægt!
30 9 : 11 - Lovísa Thompson (Valur) skoraði mark
Aftur ver hún boltann inn.
29 9 : 10 - Thea Imani Sturludóttir (Valur) skoraði mark
Í svartfellska markvörðinn og inn. Valur yfir í fyrsta skipti.
28 Darija Zecevic (Fram) varði skot
Í innkast og Valur heldur boltanum.
28 Fram tapar boltanum
Misheppnuð línusending.
27 Fram (Fram) gult spjald
Nú fær bekkurinn hjá Fram spjald fyrir mótmæli.
26 Thea Imani Sturludóttir (Valur) skýtur framhjá
Hraðaupphlaup en setur boltann framhjá úr góðu færi.
26 Hafdís Renötudóttir (Valur) varði skot
Frá Þóreyju sem leysti inn á línu. Valur getur komist yfir í fyrsta skipti.
25 9 : 9 - Thea Imani Sturludóttir (Valur) skoraði mark
Negla fyrir utan og það er jafnt í fyrsta skipti síðan í 0:0!
25 Hafdís Renötudóttir (Valur) varði skot
Frá Karen.
24 Valur (Valur) gult spjald
Framarar fengu ansi ódýrt aukakast og Ágúst snöggreiddist. Spjald á bekkinn.
24 Fram tekur leikhlé
Nú vilja Framarar ræða saman. Fínn kafli hjá Val eftir góða byrjun hjá Fram.
23 9 : 8 - Ásdís Þóra Ágústsdóttir (Valur) skoraði mark
Glæsilegt undirhandarskot.
23 9 : 7 - Alfa Brá Hagalín (Fram) skoraði mark
Negla fyrir utan eftir langa sókn. Hennar fimmta mark.
22 8 : 7 - Lovísa Thompson (Valur) skoraði mark
Glæsilegt skot af gólfinu, stöngin inn.
21 Darija Zecevic (Fram) varði skot
Frá Hildi sem var í dauðafæri. Í innkast og Valur heldur boltanum.
20 Fram tapar boltanum
Skref á Ölfu.
19 Fram tapar boltanum
Eitthvað sóknarbrot og Valur getur minnkað muninn í eitt mark.
18 Thea Imani Sturludóttir (Valur) skýtur yfir
Snöggt skot. Hendurnar voru komnar upp.
17 Hafdís Renötudóttir (Valur) varði skot
Þetta gerði hún vel!
17 8 : 6 - Elín Rósa Magnúsdóttir (Valur) skoraði mark
Huggulegt gegnumbrot.
16 8 : 5 - Harpa María Friðgeirsdóttir (Fram) skoraði mark
Úr vinstra horni. Hafdís ekki alveg að finna sig í markinu.
16 Lovísa Thompson (Valur) skýtur framhjá
Fer inn úr frekar þröngu færi.
15 7 : 5 - Alfa Brá Hagalín (Fram) skoraði mark
Gegnumbrot og enn skorar hún.
15 6 : 5 - Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Valur) skorar úr víti
Örugg.
15 Thea Imani Sturludóttir (Valur) fiskar víti
Zecevic ver glæsilega frá Theu en víti dæmt. Framarar vörðust innan teigs.
14 6 : 4 - Alfa Brá Hagalín (Fram) skoraði mark
Skot fyrir utan. Alfa að spila mjög vel.
13 5 : 4 - Hildur Björnsdóttir (Valur) skoraði mark
Hraðaupphlaup og munurinn aðeins eitt mark.
13 Hafdís Renötudóttir (Valur) varði skot
Frá Karen sem var í litlu jafnvægi.
12 5 : 3 - Thea Imani Sturludóttir (Valur) skoraði mark
Valskonur að vakna til lífsins. Gegnumbrot.
12 Alfa Brá Hagalín (Fram) skýtur yfir
12 5 : 2 - Hildur Björnsdóttir (Valur) skoraði mark
Elín með góða línusendingu. Hildur með bæði mörk Vals.
11 5 : 1 - Karen Knútsdóttir (Fram) skorar úr víti
Neglir þessu í skeytin.
10 Steinunn Björnsdóttir (Fram) fiskar víti
Nánast alltaf mark eða víti þegar hún fær boltann.
10 Darija Zecevic (Fram) varði skot
Frá Lovísu. Ver og ver!
9 Hafdís Renötudóttir (Valur) á skot í slá
Lena með skot í vörnina og Hafdís sá um rest.
9 Valur tapar boltanum
Ruðningur.
8 4 : 1 - Harpa María Friðgeirsdóttir (Fram) skoraði mark
Sýnir Þóreyju hvernig á að vippa yfir Hafdísi.
8 3 : 1 - Hildur Björnsdóttir (Valur) skoraði mark
Losnar á línunni. Loksins mark hjá Val.
7 Fram tapar boltanum
Skref á Lenu.
7 Darija Zecevic (Fram) varði skot
Frá Theu. Hún ver og ver!
7 Valur tekur leikhlé
Fram byrjar mun betur og Ágúst Jóhannsson vill ræða við sínar konur.
6 Hafdís Renötudóttir (Valur) varði skot
Frá Þóreyju Rósu sem reyndi að vippa yfir hana. Það er sjaldnast góð hugmynd á móti Hafdísi.
6 Valur tapar boltanum
6 Hafdís Renötudóttir (Valur) varði skot
Frá Ölfu. Laust og beint á hana.
6 Darija Zecevic (Fram) varði skot
Og aftur frá Hildigunni! Sú er að byrja vel.
5 Darija Zecevic (Fram) varði skot
Frá Hildigunni sem var í dauðafæri. Framarar kasta svo boltanum frá sér og sókn Vals heldur áfram.
5 3 : 0 - Alfa Brá Hagalín (Fram) skoraði mark
Skot fyrir utan. Góð byrjun hjá Fram.
4 Valur tapar boltanum
Fótur á Elínu.
4 2 : 0 - Karen Knútsdóttir (Fram) skoraði mark
Gott gegnumbrot.
3 Darija Zecevic (Fram) varði skot
Frá Sigríði sem fór inn úr vinstra horninu.
1 1 : 0 - Alfa Brá Hagalín (Fram) skoraði mark
Boltinn í vörnina og lekur inn.
1 Leikur hafinn
Framarar byrja í sókn.
0 Textalýsing
Sigurður Tómasson og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir eru heiðursgestir í kvöld.
0 Textalýsing
Liðin eru nú kynnt til leiks. Ljósin slökkt og góð stemning. Þetta fer að skella á.
0 Textalýsing
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín er markahæst hjá Fram í deildinni með 93 mörk, Þórey Rósa Stefánsdóttir kemur næst með 72 og Steinunn Björnsdóttir er með 66.
0 Textalýsing
Þórey Anna Ásgeirsdóttir er markahæst hjá Val í deildinni með 132 mörk. Elín Rósa Magnúsdóttir kemur næst með 72 og svo Thea Imani Sturludóttir með 68 mörk.
0 Textalýsing
Valur vann síðasta leik þessara liða 8. janúar síðastliðinn í deildinni, 31:28.
0 Textalýsing
Valur hefur unnið sjö leiki í röð í viðureignum þessara liða og ekki tapað í síðustu ellefu. Valsliðið hefur því verið með gott tak á Fram.
0 Textalýsing
Þessi lið mættust síðast í úrslitum árið 2019. Þá vann Valur 24:21. Þau mættust einnig í úrslitum 2013 og þá vann Valur 25:22. Fram vann hins vegar úrslitaleiki liðanna 2010 og 2011, 20:19 og 25:22.
0 Textalýsing
Fram vann síðast árið 2020. Valur vann á síðasta ári.
0 Textalýsing
Þetta eru sigursælustu lið bikarkeppninnar frá upphafi. Fram er með 16 bikartitla og Valur níu.
0 Textalýsing
Valur er í toppsæti deildarinnar með 32 stig, sex stigum meira en Fram og Haukar sem eru í öðru og þriðja sæti.
0 Textalýsing
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Fram og Vals í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson

Gangur leiksins: 3:0, 4:1, 7:5, 8:6, 9:9, 10:11, 14:12, 15:14, 18:15, 20:17, 20:19, 22:20.

Lýsandi: Jóhann Ingi Hafþórsson

Völlur: Ásvellir

Fram: Ethel Gyða Bjarnasen (M), Darija Zecevic (M). Berglind Þorsteinsdóttir, Þórey Rósa Stefánsdóttir, Íris Anna Gísladóttir, Alfa Brá Hagalín, Elín Ása Bjarnadóttir, Kristrún Steinþórsdóttir, Karen Knútsdóttir, Valgerður Arnalds, Harpa María Friðgeirsdóttir, Sóldís Rós Ragnarsdóttir, Sara Rún Gísladóttir, Steinunn Björnsdóttir, Lena Margrét Valdimarsdóttir, Hildur Lilja Jónsdóttir.

Valur: Silja Angrímsdóttir Müller (M), Hafdís Renötudóttir (M). Sigríður Hauksdóttir, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Lilja Ágústsdóttir, Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Ásdís Þóra Ágústsdóttir, Elísa Elíasdóttir, Guðrún Hekla Traustadóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Arna Karitas Eiríksdóttir, Ásrún Inga Arnarsdóttir, Thea Imani Sturludóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir, Lovísa Thompson.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert