Haukar leika til úrslita í bikarnum

Elín Klara Þorkelsdóttir sækir að marki Gróttu í kvöld.
Elín Klara Þorkelsdóttir sækir að marki Gróttu í kvöld. mbl.is/Ólafur Árdal

Hauka­kon­ur eru komn­ar í undanúr­slit bik­ar­keppni HSÍ eft­ir sig­ur á Gróttu á Ásvöll­um í kvöld 31:21. Hauk­ar leika því gegn Fram á laug­ar­dag­inn.

Fyr­ir­fram bjugg­ust kannski marg­ir við auðveld­um Hauka­sigri í kvöld í ljósi þess að Hauk­ar unnu Gróttu með 19 marka mun í haust og 8 mörk­um núna í janú­ar. Það var hins­veg­ar ekki uppi á ten­ingn­um í fyrri hálfleik. 

Þó að Hauka­kon­ur hafi byrjað leik­inn bet­ur, skorað fyrsta markið og 4 marka for­skoti í stöðunum 8:4 og 10:6 þá tókst Gróttu að minnka mun­inn í stöðunni 10:9 fyr­ir Hauka. Grótta fékk svo tæki­færi til að jafna leik­inn í tvígang en Sara Sif Helga­dótt­ir varði þá mik­il­væg skot fyr­ir Hauka. 

Vörn Hauka var mjög sterk í fyrri hálfleik og voru Gróttu­kon­ur í vand­ræðum með að brjóta sér leiðir í gegn, sér­stak­lega í upp­hafi leiks. Hauka­kon­ur áttu að sama skapi í vand­ræðum í sín­um sókn­ar­leik og sást það glögg­lega þegar Gróttu­kon­ur spiluðu 5+1 vörn og nán­ast tóku El­ínu Klöru úr um­ferð.

Hauka­kon­ur komust tveim­ur mörk­um yfir í stöðunni 11:9 og náðu síðan að bæta við einu marki áður en hálfleiks­klukk­an hljómaði.

Staðan í hálfleik 12:9 fyr­ir Hauka.

Ída Mar­grét Stef­áns­dótt­ir skoraði 3 mörk, þar af eitt úr víti fyr­ir Gróttu í fyrri hálfleik. Anna Karolína Inga­dótt­ir átti góðan fyrri hálfleik hjá Gróttu og varði 4 skot. 

Í liði Hauka var Elín Klara Þor­kels­dótt­ir með 6 mörk, þar af tvö úr vít­um í fyrri hálfleik fyr­ir Hauka og Sara Sif Hlega­dótt­ir var með 50% markvörslu í 9 vörðum skot­um.

Elín Klara Þorkelsdóttir reynir að brjóta sér leið í gegn …
Elín Klara Þor­kels­dótt­ir reyn­ir að brjóta sér leið í gegn í leikn­um í kvöld. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

Það má segja að Hauka­kon­ur hafi gjör­sam­lega keyrt yfir Gróttu frá fyrstu mín­útu seinni hálfleiks. Á fyrstu 10 mín­út­um seinni hálfleiks skoraði Grótta 1 mark en Hauk­ar 8 og staðan orðin 20:10 fyr­ir Hauka. Það má segja að með þessu áhlaupi Hauka strax í byrj­un seinni hálfleiks hafi leikn­um í raun verið óform­lega lokið. 

Gróttu­kon­ur skoruðu annað mark sitt í seinni hálfleik þegar tæp­lega 14 mín­út­ur voru liðnar af seinni hálfleik en þá var staðan orðin 21:11 fyr­ir Hauka. Hauk­ar náðu mest 11 marka for­skoti í leikn­um. Það náðu Gróttu­kon­ur þó að minnka niður í 7 mörk. 

Það er í raun lítið meira um leik­inn að segja nema það að Gróttu­kon­ur héldu alltaf áfram og gáf­ust aldrei upp þrátt fyr­ir að mun­ur­inn væri mik­ill. Hauka­kon­ur voru ein­fald­lega nokkr­um núm­er­um of stór­ar í fyr­ir Gróttu­kon­ur í þess­um undanúr­slita­leik og unnu að lok­um 10 marka sig­ur.

Ída Mar­grét Stef­áns­dótt­ir skoraði 8 mörk, þar af 4 úr vít­um fyr­ir Gróttu og Karlotta Kjer­úlf Óskars­dótt­ir skoraði 6 mörk. Anna Karol­ina Inga­dótt­ir varði 8 skot, þar af 1 víti.

Hjá Hauk­um var Elín Klara Þor­kels­dótt­ir með 9 mörk, þar af 2 úr vít­um. Sara Sif Helga­dótt­ir varði 13 skot og Mar­grét Ein­ars­dótt­ir varði 2 skot, þar af 1 víti.

Stuðningsmenn Gróttu láta í sér heyra í kvöld.
Stuðnings­menn Gróttu láta í sér heyra í kvöld. mbl.is/​Eyþór
Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Grótta 21:31 Hauk­ar opna loka
Ída Margrét Stefánsdóttir - 8 / 4
Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir - 6
Katrín Helga Sigurbergsdóttir - 2
Katrín Anna Ásmundsdóttir - 2
Rut Bernódusdóttir - 1
Edda Steingrímsdóttir - 1
Arndís Áslaug Grímsdóttir - 1
Mörk 9 / 2 - Elín Klara Þorkelsdóttir
6 - Inga Dís Jóhannsdóttir
4 / 1 - Rut Jónsdóttir
3 - Rakel Oddný Guðmundsdóttir
2 - Sara Odden
1 - Alexandra Líf Arnarsdóttir
1 - Ragnheiður Ragnarsdóttir
1 - Berglind Benediktsdóttir
1 - Sonja Lind Sigsteinsdóttir
1 - Thelma Melsteð Björgvinsdóttir
1 - Sara Katrín Gunnarsdóttir
1 - Birta Lind Jóhannsdóttir
Anna Karolína Ingadóttir - 8 / 1
Varin skot 13 - Sara Sif Helgadóttir
2 / 1 - Margrét Einarsdóttir

4 Mín

Brottvísanir

6 Mín

mín.
60 Leik lokið
Haukar fara í úrslitaleikinn gegn Fram kl 13:30 hér á Ásvöllum.
60 21 : 31 - Berglind Benediktsdóttir (Haukar) skoraði mark
60 Grótta tapar boltanum
60 21 : 30 - Inga Dís Jóhannsdóttir (Haukar) skoraði mark
59 Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir (Grótta) skýtur yfir
58 21 : 29 - Inga Dís Jóhannsdóttir (Haukar) skoraði mark
58 21 : 28 - Ída Margrét Stefánsdóttir (Grótta) skorar úr víti
58 Sara Katrín Gunnarsdóttir (Haukar) fékk 2 mínútur
58 Þóra María Sigurjónsdóttir (Grótta) fiskar víti
57 20 : 28 - Inga Dís Jóhannsdóttir (Haukar) skoraði mark
56 20 : 27 - Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir (Grótta) skoraði mark
56 19 : 27 - Sara Odden (Haukar) skoraði mark
55 19 : 26 - Ída Margrét Stefánsdóttir (Grótta) skoraði mark
55 Anna Karolína Ingadóttir (Grótta) varði skot
54 18 : 26 - Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir (Grótta) skoraði mark
53 17 : 26 - Thelma Melsteð Björgvinsdóttir (Haukar) skoraði mark
53 Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir (Grótta) skýtur yfir
53 Anna Karolína Ingadóttir (Grótta) varði skot
52 17 : 25 - Ída Margrét Stefánsdóttir (Grótta) skorar úr víti
52 Þóra María Sigurjónsdóttir (Grótta) fiskar víti
51 16 : 25 - Rakel Oddný Guðmundsdóttir (Haukar) skoraði mark
50 16 : 24 - Ída Margrét Stefánsdóttir (Grótta) skorar úr víti
50 Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir (Grótta) fiskar víti
50 Haukar tapar boltanum
49 Margrét Einarsdóttir (Haukar) varði skot
49 Anna Karolína Ingadóttir (Grótta) varði skot
48 15 : 24 - Ída Margrét Stefánsdóttir (Grótta) skoraði mark
Nær frákastinu og skorar.
47 Margrét Einarsdóttir (Haukar) ver víti
47 Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir (Grótta) fiskar víti
47 14 : 24 - Ragnheiður Ragnarsdóttir (Haukar) skoraði mark
47 14 : 23 - Arndís Áslaug Grímsdóttir (Grótta) skoraði mark
46 13 : 23 - Sara Katrín Gunnarsdóttir (Haukar) skoraði mark
46 13 : 22 - Katrín Helga Sigurbergsdóttir (Grótta) skoraði mark
46 Haukar tapar boltanum
45 12 : 22 - Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir (Grótta) skoraði mark
45 11 : 22 - Inga Dís Jóhannsdóttir (Haukar) skoraði mark
44 11 : 21 - Katrín Anna Ásmundsdóttir (Grótta) skoraði mark
44 10 : 21 - Rut Jónsdóttir (Haukar) skoraði mark
43 Katrín Helga Sigurbergsdóttir (Grótta) skýtur yfir
43 Sara Odden (Haukar) fékk 2 mínútur
42 10 : 20 - Elín Klara Þorkelsdóttir (Haukar) skoraði mark
42 Sara Sif Helgadóttir (Haukar) varði skot
41 10 : 19 - Rut Jónsdóttir (Haukar) skorar úr víti
40 Thelma Melsteð Björgvinsdóttir (Haukar) fiskar víti
40 Sara Sif Helgadóttir (Haukar) varði skot
40 10 : 18 - Inga Dís Jóhannsdóttir (Haukar) skoraði mark
39 Katrín Helga Sigurbergsdóttir (Grótta) skýtur framhjá
38 Sara Odden (Haukar) fékk 2 mínútur
38 Grótta tekur leikhlé
Skelfileg byrjun á seinni hálfleik hjá Gróttu. Eru að reyna 7 á 6 og skiptimaðurinn er of lengi að skipta við Önnu Karolinu sem hefur kostað Gróttu mörk.
38 10 : 17 - Rut Jónsdóttir (Haukar) skoraði mark
37 Grótta tapar boltanum
36 10 : 16 - Elín Klara Þorkelsdóttir (Haukar) skoraði mark
Markið er aftur tómt hjá Gróttu því þær eru að spila 7 á 6. Nú er það bara farið að kosta!
36 Grótta tapar boltanum
36 10 : 15 - Elín Klara Þorkelsdóttir (Haukar) skoraði mark
Markið er tómt hjá Gróttu. Þær eru að spila 7 á 6.
36 10 : 14 - Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir (Grótta) skoraði mark
35 Haukar tapar boltanum
35 Sara Sif Helgadóttir (Haukar) varði skot
35 9 : 14 - Birta Lind Jóhannsdóttir (Haukar) skoraði mark
Mesti munurinn til þessa.
34 Sara Sif Helgadóttir (Haukar) varði skot
Boltinn fer af vörninni og í hendurnar á Söru.
33 Ída Margrét Stefánsdóttir (Grótta) á skot í slá
Grótta nær frákastinu og heldur sókn sinni áfram.
32 9 : 13 - Inga Dís Jóhannsdóttir (Haukar) skoraði mark
Elín Klara náði frákastinu eftir að Anna Karolina varði vítið og fékk aukakast.
32 Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir (Grótta) fékk 2 mínútur
32 Anna Karolína Ingadóttir (Grótta) ver víti
32 Elín Klara Þorkelsdóttir (Haukar) fiskar víti
31 Grótta tapar boltanum
31 Seinni hálfleikur hafinn
Grótta byrjar seinni hálfleikinn.
30 Hálfleikur
Haukar þremur yfir í hálfleik.
30 9 : 12 - Elín Klara Þorkelsdóttir (Haukar) skoraði mark
Þarna sást að hún er ein besta handboltakona Íslands.
30 Haukar tekur leikhlé
Ég er ekkert viss um að Stefán og Díana séu ánægð með spilamennsku Hauka í fyrri hálfleik. Planið var eflaust að hrista Gróttu af sér strax í byrjun. Það hefur ekki gerst og í raun gæti Grótta verið yfir miðað við tækifæri sem hafa boðist.
29 Grótta tapar boltanum
28 Haukar tapar boltanum
28 Sara Sif Helgadóttir (Haukar) varði skot
27 Anna Karolína Ingadóttir (Grótta) varði skot
26 Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir (Grótta) skýtur framhjá
24 9 : 11 - Elín Klara Þorkelsdóttir (Haukar) skoraði mark
23 Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir (Grótta) skýtur framhjá
23 Haukar tapar boltanum
23 Sara Sif Helgadóttir (Haukar) varði skot
23 Sara Sif Helgadóttir (Haukar) varði skot
Ver í innkast og Grótta heldur boltanum.
22 Sara Odden (Haukar) skýtur framhjá
Gróttukonur geta núna jafnað leikinn.
22 9 : 10 - Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir (Grótta) skoraði mark
Eins marks munur
21 Haukar tapar boltanum
Gróttukonur geta nú minnkað muninn niður í eitt mark. Frábær kafli í gangi hjá þeim núna.
20 8 : 10 - Ída Margrét Stefánsdóttir (Grótta) skorar úr víti
20 Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir (Grótta) fiskar víti
19 Anna Karolína Ingadóttir (Grótta) varði skot
18 7 : 10 - Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir (Grótta) skoraði mark
17 Grótta tekur leikhlé
Gróttukonur eru fínar í vörninni og Haukarnir eru ekkert að leika sér að því að komast í gegn. Vandamálið er í sókninni þar sem Gróttukonur eiga erfitt með að opna vörn Hauka og skapa sér færi. Oftast eru skotmenn Gróttu settir í erfiðar stöður sem gera Söru Sif auðvelt með að verja. Þetta ætlar Júlíus Þórir þjálfari Gróttu að laga.
17 6 : 10 - Elín Klara Þorkelsdóttir (Haukar) skoraði mark
17 Sara Sif Helgadóttir (Haukar) varði skot
17 Haukar tapar boltanum
Gróttukonur geta náð þessu niður í tvö mörk.
17 6 : 9 - Rut Bernódusdóttir (Grótta) skoraði mark
16 5 : 9 - Sara Odden (Haukar) skoraði mark
SVAAAAAKALEG NEGLA
16 5 : 8 - Ída Margrét Stefánsdóttir (Grótta) skoraði mark
15 4 : 8 - Alexandra Líf Arnarsdóttir (Haukar) skoraði mark
14 Katrín Helga Sigurbergsdóttir (Grótta) fékk 2 mínútur
14 Ída Margrét Stefánsdóttir (Grótta) skýtur yfir
13 4 : 7 - Elín Klara Þorkelsdóttir (Haukar) skorar úr víti
Stöngin, sláin inn sýndist mér.
13 Elín Klara Þorkelsdóttir (Haukar) fiskar víti
12 4 : 6 - Edda Steingrímsdóttir (Grótta) skoraði mark
Nær boltanum eftir að Sara varði og skorar.
12 Sara Sif Helgadóttir (Haukar) varði skot
11 3 : 6 - Rut Jónsdóttir (Haukar) skoraði mark
11 3 : 5 - Katrín Anna Ásmundsdóttir (Grótta) skoraði mark
10 2 : 5 - Elín Klara Þorkelsdóttir (Haukar) skorar úr víti
10 Sara Odden (Haukar) fiskar víti
10 Sara Sif Helgadóttir (Haukar) varði skot
9 2 : 4 - Sonja Lind Sigsteinsdóttir (Haukar) skoraði mark
Vel útfærð sókn hjá Haukum sem endar með því að Sonja er með hálfan teiginn til að stökkva inn úr.
9 2 : 3 - Ída Margrét Stefánsdóttir (Grótta) skoraði mark
Glæsilegt skot upp í vinkilinn fjær.
8 1 : 3 - Rakel Oddný Guðmundsdóttir (Haukar) skoraði mark
8 1 : 2 - Katrín Helga Sigurbergsdóttir (Grótta) skoraði mark
7 Alexandra Líf Arnarsdóttir (Haukar) gult spjald
7 0 : 2 - Elín Klara Þorkelsdóttir (Haukar) skoraði mark
Megum eiga von á fullt af mörkum frá henni í kvöld.
7 Sara Sif Helgadóttir (Haukar) varði skot
6 Anna Karolína Ingadóttir (Grótta) varði skot
Gengur erfiðlega hjá liðunum að skora.
5 Sara Sif Helgadóttir (Haukar) varði skot
5 Haukar tapar boltanum
5 Sara Sif Helgadóttir (Haukar) varði skot
4 Rut Bernódusdóttir (Grótta) á skot í stöng
Grótta nær frákastinu.
3 Anna Karolína Ingadóttir (Grótta) varði skot
3 Grótta (Grótta) á skot í stöng
2 Rut Jónsdóttir (Haukar) skýtur framhjá
1 Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir (Grótta) skýtur framhjá
1 0 : 1 - Rakel Oddný Guðmundsdóttir (Haukar) skoraði mark
Stekkur inn úr horninu og skorar fyrsta markið af öryggi.
1 Leikur hafinn
Haukakonur byrja í sókn.
0 Textalýsing
Búið er að kynna liðin og áhorfendur eru byrjaðir að láta í sér heyra. Leikurinn er að hefjast. Góða skemmtun.
0 Textalýsing
Fram var rétt í þessu að vinna Valskonur í fyrri undanúrslitaleik kvöldsins. Það verða því Framkonur sem mæta annað hvort Haukum eða Gróttu á laugardaginn.
0 Textalýsing
Það verður því að teljast liklegra að Haukakonur vinni hér á Ásvöllum í kvöld og mæti annað hvort Fram eða Val sem í þessum skrifuðu orðum eigast við í mjög jöfnum leik.
0 Textalýsing
Liðin mættust öðru sinni þann 8 janúar s.l og þá unnu Haukakonur einnig en þó ekki jafn stórt. Enduðu leikar á heimavelli Gróttu 34:26 fyrir Hauka. 8 marka sigur.
0 Textalýsing
Liðin mættust í deildinni þann 2. október hér á Ásvöllum. Þá unnu Haukakonur auðveldan sigur með 19 marka mun, 30:11.
0 Textalýsing
Haukar eru í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar með 26 stig. Grótta er í botnsætinu með aðeins fimm stig.
0 Textalýsing
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Gróttu og Hauka í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Ramunas Mikalonis og Þorleifur Árni Björnsson. Eftirlitsmaður: Reynir Stefánsson.

Gangur leiksins: 0:1, 2:5, 4:8, 8:10, 9:12, 9:14, 10:18, 12:22, 16:24, 19:26, 21:31.

Lýsandi: Jón Kristinn Jónsson

Völlur: Ásvellir

Grótta: Lea Maria Joos (M), Anna Karolína Ingadóttir (M). Katrín Helga Sigurbergsdóttir, Guðrún Þoláksdóttir, Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir, Katrín Anna Ásmundsdóttir, Arndís Áslaug Grímsdóttir, Katrín S Scheving Thorsteinsson, Elísabet Ása Einarsdóttir, Lilja Hrund Stefánsdóttir, Þóra María Sigurjónsdóttir, Katrín Anna Andradóttir, Rut Bernódusdóttir, Ída Margrét Stefánsdóttir, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir, Edda Steingrímsdóttir.

Haukar: Sara Sif Helgadóttir (M), Margrét Einarsdóttir (M). Elín Klara Þorkelsdóttir, Berglind Benediktsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Inga Dís Jóhannsdóttir, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir, Sara Katrín Gunnarsdóttir, Birta Lind Jóhannsdóttir, Rósa Kristín Kemp, Ester Amíra Ægisdóttir, Alexandra Líf Arnarsdóttir, Rut Jónsdóttir, Sara Odden.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert