Fer til Hamborgar í sumar

Einar Þorsteinn Ólafsson verður leikmaður Hamborgar í sumar.
Einar Þorsteinn Ólafsson verður leikmaður Hamborgar í sumar. Ljósmynd/HSVH

Ein­ar Þor­steinn Ólafs­son, landsliðsmaður í hand­knatt­leik, hef­ur samið við þýska fé­lagið Hamburg um að leika með því næstu tvö tíma­bil. Geng­ur hann til liðs við fé­lagið í sum­ar.

Ein­ar Þor­steinn, sem er 23 ára gam­all varn­ar­maður og vinstri skytta, kem­ur frá danska fé­lag­inu Fredericia þar sem hann er að ljúka sínu þriðja tíma­bili í vor. Þangað kom hann frá Val.

Hamburg leik­ur í efstu deild Þýska­lands þar sem liðið er í 11. sæti af 18 liðum en fé­lagið varð Þýska­lands­meist­ari í fyrsta og eina skiptið til þessa árið 2011. Þá vann það Meist­ara­deild Evr­ópu árið 2013, Evr­ópu­keppni bik­ar­hafa árið 2007 og þýsku bik­ar­keppn­ina árin 2006 og 2010.

Seg­ir í til­kynn­ingu fé­lags­ins að Ein­ar Þor­steinn sé sér­fræðing­ur í varn­ar­leik en hann hef­ur verið í vax­andi hlut­verki í vörn ís­lenska landsliðsins og hef­ur spilað með því á  tveim­ur síðustu stór­mót­um. Ein­ar lék sinn 21. lands­leik gegn Grikklandi á laug­ar­dag­inn.

Faðir hans, Ólaf­ur Stef­áns­son, lék lengi vel í Þýskalandi en Ein­ar Þor­steinn er fædd­ur í Mag­deburg þar í landi árið 2001, sama ár og Mag­deburg vann sinn fyrsta meist­ara­titil í sög­unni með Al­freð Gísla­son sem þjálf­ara og þá Ólaf og Sig­fús Sig­urðsson sem leik­menn.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert